Mikið er nú gott að vera með svona fínan prívat auglýsingamiðil. Það sem ég ætla að auglýsa eftir núna er semsagt tjald. Eiginlega langar mig mest í fellihýsi en held að það sé allt of mikið fyrir pyngjuna í bili. Málið er að við fjölskyldan erum að fara á ættarmót helgina 23. -24. júní og okkur vantar fjögurra manna tjald svo af því geti orðið. Fyrir utan það langar okkur bara að eiga tjald til að geta ferðast eitthvað meira í sumar. Ergo; vill einhver selja mér fjögurra manna tjaldið sitt eða þekkir einhvern eða þekkir einhvern sem þekkir einhvern eða þekkir einhvern sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern o.s.frv? Eða bara að fá lánað tjald þessa helgi væri æði.
|