fimmtudagur, ágúst 30, 2007
mánudagur, ágúst 27, 2007
Skrifaði Regína klukkan 22:11 |
föstudagur, ágúst 24, 2007
Ohh það jafnast ekkert á við rauðvínsglas og Leiðarljós eftir erfiðan dag...
Skrifaði Regína klukkan 17:48 |
miðvikudagur, ágúst 22, 2007
OMG sumir hlutir eru bara of góðir til að vera sannir....en eru það samt!!!
Ég fékk djobbið í Sjónvarpinu :)
Skrifaði Regína klukkan 20:41 |
sunnudagur, ágúst 19, 2007
Skrifaði Regína klukkan 22:08 |
fimmtudagur, ágúst 16, 2007
Ég finn það, þetta er að koma. Ég er alveg að verða tilbúin. Ég er komin með það mikið nóg að nú veit ég hvað ég þarf að gera og ég veit að þetta er rétt ákvörðun. Alveg eins og þegar ég ákvað að hætta að reykja. Mér finnst eins og ég standi á barmi kletts og horfi niður, þangað sem ég ætla að stökkva. Ég er bara aðeins að virða fyrir mér útsýnið fyrst. Ég hef tekið eftir því að það hefur ekki reynst vel að gefa frá sér yfirlýsingar því þá er svo hætt við því að ekkert verði úr áformunum góðu. Ég ætla því að sleppa yfirlýsingum en skrifa bara svona það sem ég er að hugsa.
Ohh svo verð ég einstæð móðir frá morgundeginum og þangað til á laugardagsnótt. Þannig að þá verð ég líklegast að dandalast eitthvað ein á laugardaginn með strákana mína í menningunni. Jæja, ég losna þó við timburmennina sem hefðu þó verið neglandi og sagandi af áfergju í hausnum á mér reikna ég með ef ég kæmist í DK sumarbústaðarhittinginn sem ekkert útlit er fyrir. Kannski að maður hitti einhvern sem maður þekkir í mannhafinu. Guð þetta verður örugglega rosalega gaman, ég hef einu sinni farið í bæinn á menningarnótt og það var fyrir nokkrum árum...hlakka til.
Skrifaði Regína klukkan 23:36 |
laugardagur, ágúst 11, 2007
Skrifaði Regína klukkan 12:38 |
miðvikudagur, ágúst 08, 2007
Kæra "vinkona"!
Skrifaði Regína klukkan 22:43 |
mánudagur, ágúst 06, 2007
Skrifaði Regína klukkan 16:38 |
fimmtudagur, ágúst 02, 2007
Gummi ammánt, sa er so góra sturi ér. So skammpala a vera ér ísa sturi nú wwúúúú!!! Er annsiggi a tapaessa glóris wei wei wei!!!
Skildi þetta nokkur?
Skrifaði Regína klukkan 13:11 |
miðvikudagur, ágúst 01, 2007
Mbl í dag:
Steingeit: Tengsl þín við peninga byggjast á innsæi. Treystu því og þú munt hagnast. Í kvöld ertu dularfullur og laðar að þér vatnsmerkin krabba, sporðdreka og fiska.
Þetta er magnaður andskoti! Ég er að verða rík og laða að mér Smára í kvöld á dularfullan hátt... úúúúú....
Skrifaði Regína klukkan 16:09 |
vei vei vei...ég fór í atvinnuviðtal í gær út af mjöööög spennandi starfi, gekk svaka vel. Ég er svo spennt, þetta skal ganga upp!
Skrifaði Regína klukkan 14:35 |