laugardagur, ágúst 11, 2007

Jæja þá er það opinbert: Þetta sem ég var að gera um daginn og gat ekki sagt hvað var, það var sem sagt það að ég var að segja upp vinnunni. Ég vinn út ágústmánuð og svo byrja ég vonandi á nýjum stað í byrjun september. Ég er auðvitað með alla anga úti og auglýsi hér með sjálfa mig sem lausan vinnukraft. Til í skemmtilega vinnu og góð laun, eins og allir hahah. Við búum í svo litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla svo einhver sem les þetta þekkir kannski einhvern sem þekkir einhvern og svo framvegis. Aldrei að vita!
Hvernig vinnu vil ég? Því er ekki auðvelt að svara. Eigum við ekki að segja bara að mig langi í vinnu hjá stóru eða meðalstóru fyrirtæki þar sem mikið er um að vera og góður andi ríkir. Að ég fái tækifæri til að nota tungumálakunnáttu mína og sýna hvað í mér býr og möguleika á að vinna mig upp í starfi. Best væri ef starfið væri á viðskipta/markaðssviði. Mig langar að finna mér stað sem ég verð á í einhver ár. Ég nenni ekki neinu flakki. Ég er opin fyrir allskonar tækifærum en verð að segja nei takk við afgreiðslustörfum og helst ekki símasvörun/móttöku. The only way is up, baby!
Ef frekari upplýsinga er óskað get ég sent CV-ið mitt á viðkomandi.
Já og gaman að minnast á það í leiðinni að ég fékk 2 ár metin í viðskiptafræðina, þannig að ég á bara 3ja árið eftir, auk eins fjármálakúrs! Jibbí, hvað ég er glöð með það. Ef ég hefði efni á því, vildi ég helst bara klára þetta á einum vetri en það er bara ekki í boði eins og staðan er í dag.
En jæja, kæru vinir og vandamenn, sem sagt þið megið gjarnan hafa augu og eyru opin fyrir mig og ekki hika við að hafa samband ef þið vitið um einhverja vinnu sem gæti hugsanlega passað mér! Til dæmis á e-mail regina101@gmail.com, eða bara hringja!
Takk!