Kæra "vinkona"!
Mér þykir verulega vænt um hvað þér er annt um mig og mína hagi. Mér þætti gaman að hitta þig og sötra með þér kaffibolla, nú eða rauðvínsglas (ef þú hefur aldur til!) við tækifæri svo við getum nú rætt málin almennilega. Ég hef nefninlega ekkert að fela, öfugt við þig. Nú ef þú ert ekki til í það, þá verð ég bara að taka því og halda áfram að vera upptekin af eigin vandamálum og blogga um þau líka.
Ég get ekki að því gert en ég velti því fyrir mér hvað þér gengur til með þessum nafnlausu kommentum á blogginu mínu. Ég held samt að ástæðan sé frekar augljós: Þig vantar athygli. Þig vantar athygli svo mikið að þú heldur áfram að láta á þér kræla þó þess sé ekki óskað, bara til að athuga hver viðbrögðin eru. Þig vantar athygli svo mikið að þér er alveg sama þó þú fáir hana án þess að þeir sem veita þér hana viti hver þú ert.
Ok, kannski vantar smá spennu og dramatík í þetta annars ómerkilega blogg mitt. Ég skal alveg viðurkenna það og þér tókst sannarlega að hræra aðeins upp í þeirri deild. En veistu, ég mæli með því að þú beitir kröftum þínum og hæfileikum í aðrar áttir þar sem þeirra er þörf. Kannski þarftu bara á þeim að halda í þínu eigin lífi? Ég er nú enginn sálfræðingur en stundum er ágætt að beita speglinum ef þú skilur hvað ég meina? Þetta er nú kannski orðið svolítið neyðarlegt allt saman er það ekki?
En ok kæru lesendur og alvöru vinkonur: Ég held að við ættum ekki að leyfa þessari svokölluðu vinkonu að komast upp með að vekja svona óþarfa athygli á sér. Ég legg til að við bara einfaldlega "ignorum" hana og látum sem hún sé ekki til. Það er að segja ef hún gefur sig ekki fram og vill hitta mig kannski bara? -Nógur er áhuginn á mér amk.
|