Jeminn hvað ég er fegin að blessuð verslunarmannahelgin er að verða búin. Frétta- og fjölmiðlasjúklingurinn ég hef átt frekar bágt þessa dagana að hlusta á og horfa á endalausar "fréttir" af hátíðum um allt land. Hrikalega leiðinlegt maður! Hverjum er ekki sama hvort tókst að setja heimsmet í Hornafjarðarmanna eða ekki? Ég skil ekki af hverju þarf að vera með svona svakalegar fréttir og útsendingar af verslunarmannahelginni. Hver er að hlusta á þetta (fyrir utan mig) ? Eru ekki allir annað hvort uppteknir af því að vera á ferðalagi, á útihátíð eða eru heima hjá sér? En það er náttúrulega algjör gúrkutíð í gangi og fjölmiðlafólkið verður jú að standa sig í vinnunni.
Annars hefur mér síður en svo leiðst í fríinu. Við Smári höfum verið ótrúlega dugleg að mála og snurfusa kofann okkar. Við létum sko peningaleysið ekkert stoppa okkur, heldur drifum í því sem kostaði lítinn pening og eignuðumst nýja eldhúsinnréttingu með því að lakka hana hvíta. Lökkuðum líka gluggakarma þrjá og abrakadabra...ný stofa! Smári sagaði svo út nokkrar hillur og lakkaði líka...já allt í gangi bara! Svei mér þá, þetta fer bara að verða eins og hjá fólki!
|