Jæja, þá er það stóri dagurinn á morgun. Regína leggst undir hnífinn....*hrollur*
Ég fékk þær góðu fréttir í dag að ekkert meira hefði sést við sneiðmyndatökuna og þetta fyrirbæri mældist 15 x 15 sentimetrar. Þokkalegasta stærð bara!
Ég get ekki lýst því hvað fólk í kringum mig er búið að vera hjálpsamt og yndislegt og ég veit að mér verða sendir svo margir góðir straumar á morgun að þetta getur ekki farið öðruvísi en vel.
Fékk lánaðar bækur og laptop í vinnunni og fékk svakalega góðan stuðning frá frábærum vinnufélögum og ekki síst yfirmanni mínum. Mikið er maður nú ríkur að þekkja svona mikið af góðu fólki...ég verð bara orðlaus.
Þetta gæti verið svo miklu miklu verra. Þetta er svolítið eins og að fara í keisaraskurð, nema ég slepp við hríðarnar og það er ekkert barn hehe. Ég vona að ég sleppi með bikiní skurð en læknirinn var ekki alveg viss svo það getur verið að ég verði skorin lóðrétt líka. Anyways...bara fá þetta burt er númer eitt. Hvenær er maður svosem á bikiní?
Ég verð á spítalanum í 2 til 4 daga og mæti örugglega á netið um leið og ég get...maður er náttúrulega háður ;)
Þangað til -hafið það gott og verið góð hvort við annað...
miðvikudagur, nóvember 21, 2007
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|