Næsta vika:
Mánudagur: Innskrift og undirbúningur.
Þriðjudagur: Röntgenmyndataka.
Fimmtudagur: Aðgerð.
Þetta stefnir í afar áhugaverða viku. Nýr kafli í reynslubókina sem er eiginlega byrjaður að skrifa sig. Ætli það sé ekki best að taka því bara rólega um helgina og njóta tilverunnar og tímans með karlinum og krökkunum. Þetta verður allt í lagi, ég er búin að ákveða það.
Svakalegur léttir var að fá símtalið frá spítalanum í dag og að heyra að eitthvað prógramm er farið í gang. Ætli ég verði ekki að gefa honum annan séns eftir að ég reiddist honum svo mikið um daginn fyrir að vilja ekki taka á móti mér í skoðun. Mér var víst troðið í aðgerðina á fimmtudaginn, fegin er ég. Kannski ætti maður bara að hafa einhverja trú á þessu heilbrigðiskerfi eftir allt saman.
Það er ferlega skrítið hvernig heilinn í manni virkar. Núna þegar ég veit hvað þetta er, finnst mér ég finna miklu meira fyrir því. Ég er samt alls ekki kvalin, ég bara finn þetta einhvernvegin betur. Þetta er aðskotahlutur sem ég þrái að losna við og það sem allra fyrst.
Ferlega getur maður líka verið klikkaður; ég er farin að hlakka til að lesa og lesa og kannski skrifa líka og teikna á meðan ég er að jafna mig...hehehe alltaf gott að hafa eitthvað til að hlakka til.
föstudagur, nóvember 16, 2007
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|