Fólk er fífl!
Nú er ég hætt að skilja. Ég sem ætlaði að vera svo obboðslega dönsk og pottþétt og var það líka en allt kom fyrir ekki. Sendi boðskortin með 10 daga fyrirvara með idiotproof leiðbeiningum og skrifaði meira að segja s.u. (svar udbedes=svar óskast) senest torsdag d.24.juni! Jú, einn afboðaði sig og þá gerði ég auðvitað ráð fyrir hinum. Þetta endaði í 5 strákum af 12. Aumingja afmælisbarnið vildi enn bíða eftir gestunum þegar 40 mínútur voru liðnar af afmælinu, alveg viss um að þeir væru á leiðinni. Þegar hann sagði "þetta er ömurlegt", langaði mig bara að segja "já veistu það ástin mín, að fólk er fífl"!
Sem betur fer rættist úr og hann varð ánægður með daginn þrátt fyrir allt. Næst býð ég bara fíflunum símleiðis.
laugardagur, júní 26, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|