Oj, ég er ömurleg kærasta. Í öll þau 10 ár sem við S höfum verið saman, get ég talið á fingrum annarar handar hversu oft ég hef gefið greyjinu afmælisgjöf. Mér datt reyndar í hug sálfræðileg skýring á þessari leiðinlegu hegðun minni. Nefninlega að ég á afmæli á aðfangadag og kann einfaldlega ekki á þessa afmælishluti. Lélegt? Kannski.
Hann á afmæli á morgun og ég í klípu. Ég var búin að ákveða að nota tækifærið í kvöld á meðan hann er að vinna og baka köku handa honum. Nei, tókst að klúðra því. Ég gleymdi nebbla að fara í bankann og skipta ávísuninni feitu, þannig að ekkert verður úr kökubakstri, í kvöld að minnsta kosti.
Svo er stóra spurningin...hvað í andskotanum á ég að gefa honum? Nú ætla ég ekki að klikka! Hann skal fá sinn afmælispakka á morgun og hananú!
þriðjudagur, júní 22, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|