fimmtudagur, júní 17, 2004

Hæ hó jibbíjei og jibbiíjei, það er kominn sautjándi júní!

Ég byrjaði sko að syngja þetta um leið og ég vaknaði. Það var alveg ekta 17. júní í dag, nema ekki í miðbæ Reykjavíkur. Meira að segja rigningin lét ekki á sér standa. Fórum í Jónshús og keyptum okkur íslenskt súkkulaði og hlustuðum á Mosfellsbæjarkór, ef ég fer rétt með nafnið. Hann var voðalega krúttlegur, samansafn af söngáhugafólki sem söng, meira af ánægju en færni, vel valin lög við undirleik segulbands, alveg skemmtilega hallærislegt dæmi. Svo voru tveir hljóðfæraleikarar sem ég man ekkert hvað heita. Þau léku íslensk þjóðlög á fiðlu og kontrabassa. Mikið var gott að heyra rammíslensk þjóðlög, ég fór strax að hugsa um harðfisk, malt, hangikjöt og kjötsúpu,mmmmm.....Mikið vildi ég samt að Jónshús væri stærra eða réði a.m.k. yfir stærri samkomusal, ég held að það veiti ekkert af því. Hlakka til laugardagsins, þá verða sko flott hátíðahöld niðrá strönd, sama hvernig viðrar auðvitað.