Frumburðinum spillt!
Deginum var eytt í Field´s þar sem keyptar voru afmælisgjafir handa afmælisbarninu. Snáði er ekki heima, er búinn að vera í ferðalagi síðan á þriðjudag og kemur loksins heim á morgun. Hann græddi aldeilis á því að vera ekki heima á afmælisdaginn sinn, því foreldrarnir söknuðu hans svo mikið að þeir gátu ekki hætt að kaupa gjafir. Þetta endaði í sjö pökkum! Við hlökkum hrikalega til að fá hann heim í afmælisköku og pakkaopnanir. Var að fatta að þetta er hans síðasta afmæli sem einkabarn og kannski ágætt að hann fái gjafir eftir því.
fimmtudagur, júní 24, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|