Skin og skúrir.
Þessu mega óléttar konur hreinlega ekki við.
-Að fá óvæntan feitan tékka frá kommúnunni og vondar peningafréttir frá kommúnunni sama dag. Hormónarnir dansa trylltan stríðsdans og fjölskylda mín er ótrúlega heppin að vera ekki heima núna til að verða ekki fyrir barðinu á mér.
Þá er besta ráðið að leggjast aðeins í rúmið og grenja úr sér mestu gremjuna. Passa sig á því að vera ekki of lengi að því, svo ekki myndist það slæmir pokar undir augunum að maður komist ekki út í búð til að færa björg í bú. Slökkva svo á vandamálunum með því að kveikja á tölvunni og skella sér á vit netheimsins og lesa um líf og pælingar annarra.
Ætli ég hafi misst af The Bold and the Beautiful? Það er fátt eins passandi verandi á bömmer.
mánudagur, júní 21, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|