Ég fór á fyrsta mødregruppefundinn í gær. Hann var haldinn heima hjá einni af okkur í grúppunni en við erum 5, 3 danskar, ég og ein frá Marokkó. Þetta var nú barasta alveg ágætt, betra en ég bjóst við. Ég var satt að segja búin að gera ráð fyrir hinu versta, kvartandi og vælandi kerlingum, bara svona eins og Dönum einum er lagið. En nei, þó að þær hefðu í sjálfu sér yfir slatta að kvarta, get ég ekki sagt að það hafi verið mikið. Þeirra börn, þ.e.a.s. börn dönsku kvennanna, voru öll voða óvær og grétu mikið, tveggja tíma stanslaus grátur þótti lítið, það var alveg hátíð ef þau sváfu vært og þær voru alveg á tauginni með að þau færu að öskra í búðarferðum. Allt eru þetta vandamál sem ég þekki ekki svo að ég græddi a.m.k. það á þessum fundi að fatta hvað ég á ótrúlega vel heppnað eintak, ekki bara sætasta heldur líka besta...hí hí. Æji, svo vorkenndi ég voða mikið þessari frá Marokkó. Hún er bara búin að búa í DK í 3 mánuði og er að eignast sitt fyrsta barn. Hún sagði á sinni bjöguðu ensku að í Marokkó væri það sko þannig að mæðurnar gerðu ekkert fyrstu vikurnar eftir fæðinguna, fjölskyldan bara sæji um allt. Greyjið, hún talar enga dönsku og lélega ensku og á enga fjölskyldu eða vini hér. Svo þurftum við alltaf að þýða fyrir hana, ekki að það hafi verið vandamál, hún er bara alltaf einhvernvegin út undan því við getum náttúrulega ekki þýtt hvert einasta orð. En anyway, við ákváðum að hittast vikulega til að byrja með og sjá svo bara til, þetta verður örugglega fínt, leggst vel í mig.
Svo er ég búin að bæta henni Sólu við í linkana og myndir, myndir, komnar eru fleiri myndir.
laugardagur, október 30, 2004
miðvikudagur, október 27, 2004
O jamm og jæja. Eitthvað á lífshamingjan eftir að endast lengur þó búið sé að éta af henni svo sem eins og hálft kíló af súkkulaðirúsínum svo dæmi sé tekið. Var það frúin sjálf sem sá um það að mestu leyti eða öllu næstum því. Iss það kemur ekki að sök því rúsínur eru svo járnríkar er það ekki? Svo er súkkulaði meinhollur matur... í hófi auðvitað. Annars á að drífa sig í átak eftir svona viku. Byrja að fara í langa göngutúra og taka svo á matarÆðinu. Er að pæla í að prófa danska vægt dæmið eða hvað sem þetta nú heitir. Ef einhver á svoleiðis er ég alveg til í að fá það lánað til að ljósrita. Maður verður nú aðeins að slípa kroppinn til eftir barnsburðinn.
Fyndið hvað gamla lumman "glöggt er gests augað" er sönn. Alltaf þegar maður fær gesti frá landinu gamla er maður minntur á hvað er öðruvísi hér en heima. Heimilislausa fólkið sem lifir á betli og innihaldi ruslatunna, allir með sígarettu í kjaftinum, allstaðar, fríkuðu spákonukerlingatýpurnar, EKKI GANGA Á HJÓLABRAUTINNI!, léleg þjónustulund í búðum, ódýrt grænmeti, áfengi og tóbak, "slæðukonurnar"....ég er örugglega að gleyma einhverju. Maður er orðin svo samdauna umhverfinu að maður er hættur að taka eftir þessu.
Skrifaði Regína klukkan 15:42 |
mánudagur, október 25, 2004
- Nóa kropp
- villiköttur
- rís
- hríspoki
- grænn ópal
- súkkulaðirúsínur
- möndlur
- saltfiskur
- rúgbrauð
- cheerios
- coacoa puffs
gæti lífið verið betra?
Skrifaði Regína klukkan 17:20 |
föstudagur, október 22, 2004
Jibbí !
Mamma kemur í kvöld með fullt af íslensku nammi og saltfisk! Ég ætla að búa til spænskan saltfiskrétt úr honum sem er ógeðslega góður....namm namm. Get ekki beðið eftir að troða í mig nammi....
Annars er bara allt í sómanum hér í 202. Helgi Magnús er krúsírúsibolla og rúsínurass.
Skrifaði Regína klukkan 11:16 |
þriðjudagur, október 19, 2004
úr Morgunblaðinu
Fimmtudaginn 14. október, 2004 - Aðsendar greinar
Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir
Opið bréf til fórnarlamba kynferðislegrar misnotkunar
Kæru fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar og aðstandendur.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég tjái mig opinberlega.
Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í stöðu hæstaréttardómara.
Ég segi okkur af því að ég er þolandinn í "Prófessorsmálinu".
Þegar niðurstaða Hæstaréttar í því máli lá fyrir missti ég alla trú á íslenskt réttarkerfi og er nú öll von úti um að hún komi aftur.
Huggun mín er hvað þjóðin, sem Jón Steinar kallaði reyndar götulýð, sýndi mér mikinn og einarðan stuðning á þessum erfiða tíma. Ég verð ævinlega þakklát fyrir þann stuðning og að uppgötva að almenningur í landinu er réttsýnn og með sterka siðferðiskennd.
Sú vitneskja gerir mér bærilegt að lifa með þeirri misnotkun og óréttlæti sem ég var beitt.
Fyrir nokkrum árum samþykkti ég að tjá mig um málið í þáttaröðinni "Sönn íslensk sakamál" og var viðtal við mig tekið upp.
Þegar Jón Steinar Gunnlaugsson frétti af gerð þáttarins var framleiðsla hans stöðvuð af Ríkissjónvarpinu en útlagður kostnaður við gerð hans greiddur.
Ég var látin skrifa undir þagnareið og get því ekki tjáð mig frekar um málið.
Þegar ég heyrði að Jón Steinar Gunnlaugsson væri búinn að sækja um stöðu hæstaréttardómara vildi ég ekki trúa að nokkur heilbrigður maður mundi skipa hann í stöðu sem krefst hlutleysis og sanngirni.
Nú er búið að koma því þannig fyrir að maður sem hefur m.a. úthúðað ungri stúlku í fjölmiðlum og reynt að ræna hana mannorði sínu, fyrir það eitt að leita réttar síns fyrir íslenskum dómstólum, er kominn í æðstu dómarastöðu í íslensku réttarkerfi. Ég vil einnig benda á að Jón Steinar var dæmdur í Hæstarétti í mars 2002 fyrir að valda mér miska í opinberri umfjöllun sinni. Hann var einnig dæmdur til að greiða mér 100 þúsund krónur í miskabætur. Það er nefnilega þannig að Jóni Steinari nægir ekki að vinna sín mál. Dæmin sýna að hann virðist jafnframt verða að kasta skít í aðra og reyna að eyðileggja mannorð þeirra til að upphefja og réttlæta sjálfan sig. Þessi maður sem nú er orðinn hæstaréttardómari er sami maðurinn og lét búa til skýrslu um geðheilsu mína. Hún var keypt hjá háttsettum geðlækni sem hlaut ríflega þóknun fyrir. Geðlæknirinn hafði þó aldrei séð mig, hvað þá talað við mig. Vó þessi skýrsla þungt í niðurstöðu Hæstaréttar þegar þeir sýknuðu föður minn fyrir kynferðislega misnotkun á mér. Ég hef stundum spurt sjálfa mig hvað Jón Steinar hafi keypt margar svona skýrslur um saklaust fólk. Ég skil ekki hvernig Jón Steinar getur sofið á næturnar, vitandi það að hann er búinn að taka þátt í slíkri misnotkun á mér og jafnvel öðrum.
Kæru fórnarlömb og aðstandendur, þið eigið samúð mína alla.
Mitt eina ráð til ykkar er:
Ekki kæra kynferðislega misnotkun. Ekki nema að gerandinn sé lágt settur í þjóðfélaginu. Þið getið ekki búist við réttlátri málsmeðferð og dómsniðurstöðu meðan æðstu ráðamenn þjóðarinnar skipa menn eins og Jón Steinar sem dómara í Hæstarétt fyrst og fremst á pólitískum forsendum. Mann sem hefur notað vafasamar aðferðir til að fá fellda ranga dóma og hefur að mínu mati ekki til að bera þá réttsýni og siðferðiskennd sem dómarar við æðsta dómstól Íslands þurfa að búa yfir.
Maður er bara orðlaus...
Skrifaði Regína klukkan 17:32 |
mánudagur, október 18, 2004
Loksins poksins!
Jæja, þá er maður loksins búinn að drullast til að búa til myndaalbúm. Á eftir að bæta fleiri myndum inn seinna.
Njótið vel!
Skrifaði Regína klukkan 23:52 |
laugardagur, október 16, 2004
Dadadadamm...og nafnið er...
Jamm og jæja og sei sei já. Nafnið er ákveðið, reyndar fyrir löngu en maður þarf tíma til að æfa sig að segja nafnið upphátt og venjast því. Fyndið hvað ég er eiginlega hálffeimin að kalla drenginn nafninu sínu. Við ætlum fyrst að segja ömmunum nafnið og svo kemur það hér bara sem fyrst híhíhí...
Skrifaði Regína klukkan 11:20 |
miðvikudagur, október 13, 2004
Ohh, lífið er bara eintóm og endalaus sæla. Maður getur ekki hætt að stara á litla kraftaverkið sitt og spyrja sig aftur og aftur "hvernig er þetta hægt"?.
Skrifaði Regína klukkan 18:49 |
þriðjudagur, október 12, 2004
Eitt stórt TAKK!
Mig langar að segja takk til allra sem sendu mér kveðju og gáfu mér gjafir og hugsuðu til mín.
Svo þakka ég auðvitað fyrir þennan yndislega gimstein sem ég fékk (hverjum sem það er að þakka).
Af okkur er ekkert nema gott að frétta. Drengurinn er algerlega fullkominn, fallegastur í heimi. Vóg 4350 grömm og var 53 sentimetrar. Alltaf drekkandi og sofandi, alveg eins og það á að vera. Dagarnir fara aðallega í að hvíla mig og ná mér eftir fæðinguna. Fæðingin gekk betur en ég þorði að vona en ég missti töluvert af blóði og er að jafna mig á því. Það verður ekki langt í að við nefnum drenginn, erum að melta þetta. Það er svo skrítið að finna nafn á manneskju sem á eftir að fylgja henni alla æfi.
Lengra verður þetta ekki í bili....mar er svo þreyttur....zzzzzz.
Skrifaði Regína klukkan 09:04 |
mánudagur, október 04, 2004
41+4
Send heim!
Stutt skýrsla að þessu sinni:
Fór á spítalann og sett í mónitor og skoðuð og svoleiðis og allt lítur vel út þannig að gangsetning ekki talin nauðsynleg í bili. Læknirinn hreyfði við belgnum og ég er komin með 2 í útvíkkun og byrjuð að fá verki. Ég væri alveg til í að klára þetta fyrir miðnætti, sjáum til hvað setur.
Fékk skilaboð á leiðinni á spítalann í morgun að Sigga Lísa væri búin að eignast myndardreng (vissi´ða), 52 sm og 3450 g. Hlakka ógeðslega til að sjá hann. En þar fór spáin mín að ég yrði næst. Jæja, kannski sama dag....dadadadammm.....Guð hvað þetta er spennandi.
Ég er farin að leggja mig.
Ég vona að ég skrifi ekkert hér á morgun!
Skrifaði Regína klukkan 11:11 |
sunnudagur, október 03, 2004
41+3
Úff og púff hvað þetta er eitthvað skrýtinn dagur. Ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að gera við mig. Sem betur fer hef ég eða við þó það verkefni að gera fínt og fara yfir spítalatöskuna og svona. Þetta er bara svo furðulegt eitthvað....að ég fæði jafnvel barnið á morgun. Fyndið að fara á spílalann á morgun með bumbuna fulla af barni og því sem tilheyrir og tóman bílstól með! Búin að segja frumburðinum að hann gæti orðið stóri bróðir á morgun. Það var alveg mega skrítið.
Ég veit ekkert hvernig mér finnst þetta. Hvort ég verði bara svekkt ef ég verð svo send heim eða fegin. Ég veit ekkert hvað ég vil. Helmingurinn af mér segir "jæja, gott að drífa þetta bara af, þá er það úr sögunni" en hinn segir "það væri nú best ef náttúran fengi bara að sjá um þetta sjálf". Ég vona bara að læknirinn taki ákvörðunina fyrir mig, því ég, valkvíðnasta manneskja í heimi get ekki tekið svona ákvörðun. Ég yrði lengur að hugsa mig um en þangað til á fimmtudag en þá yrði ég hvort eð er sett í gang, hvort sem mér líkar betur eða verr.
Um mig fara til skiptis kvíðnis- og tilhlökkunarstraumar. Er þetta strákur eða stelpa? Er barnið heilbrigt eða ekki? Hvernig lítur það út? Hvað verður það stórt og þungt? Hvað á ég eftir að vera lengi að þessu? Hvernig verður fæðingin? Hvenær?
Ég held ég klessi mér bara í sófann núna með mína 30 púða og glápi á mynd og hámi í mig nammi. Ég verð alveg klikkuð á því að velta mér meira upp úr þessu. Eða kannski ætti ég að fara að skúra og þurrka af og svoleiðis. Eða nei best að slappa af bara og gera það seinna. Hmm fallegt veður úti, kannski maður ætti að fara aðeins út að ganga. Æji ég veit ekki hvort ég nenni því núna.
Jesús Regína! Ákveddu þig manneskja!
Skrifaði Regína klukkan 11:18 |
laugardagur, október 02, 2004
Jess!
Frændfólkinu hefur tekist að jafna stöðuna 8-8. Mættur er til leiks stórfrændi minn og stórsöngvari Mr. Bond a.k.a. Hrylfir, a.k.a. Hrylfingur, a.k.a. Sósi, a.k.a. R2-D2, a.k.a. Rolf og man ekki meira en tekið skal fram að þetta er ekki blogg...not!
(vá hvað þetta var eitthvað löng setning)
Hilsen!
Skrifaði Regína klukkan 19:14 |
föstudagur, október 01, 2004
VÓ!
Hringdi til að panta tíma í gangsetningu, eins og ljósmóðirin hafði sagt mér að gera. Ég var búin að bíta það í mig að það yrði þá gert á fimmtudaginn því þá er ég einmitt gengin 14 daga framyfir. EEEN ég á að koma á MÁNUDAGINN! Díses ég er bara rétt að koma niður á jörðina með þetta. A.m.k. verð ég skoðuð vel og vandlega og ákvörðun tekin hvort ég verð sett í gang þá og þegar eða beðið eitthvað. BARA SPENNANDIIIIII!!!!!!!
Skrifaði Regína klukkan 13:39 |
41+1
Jæja, þá er ég loksins búin að berja nýju keisaraynjuna augum og máta líka. Það er engum orðum aukið að hún er ÆÐI. Ég var pínu að vona í leiðinni að einhver homónastarfsemi myndi kannski fara í gang í heimsókninni en það virðist ekki vera. Alveg er þetta magnað fyrirbæri svona nýfætt barn, ég var bara alveg búin að gleyma fílíngnum. Þetta var ágætis undibúiningur fyrir það sem koma skal. Við vorum svo heppin að hitta á hana vel vakandi og hressa. Ég hlakka til á morgun, því þá verður hún nefnd af foreldrum sínum. Mamman leit ótrúlega vel út, bara eins og hún hafi aldrei gert annað og alveg mömmuleg.
Já, sammála Siggu Lísu að þetta væri flottur afmælisdagur í dag en það verður ekki á allt kosið. Það er víst barnið sem ræður ferðinni og ég held ég sé bara búin að gefast upp á aðgerðum eða aðferðum til að hjálpa til. Þetta kemur bara þegar það kemur og hana nú! Það er a.m.k. alveg víst að á þessum tíma eftir viku verð ég orðin mamma! Vááá, hvað það var skrýtið að skrifa þetta! Gangsetning eða ekki gangsetning meikar ekki diff lengur hjá mér....bara að þetta komi og allt verði í lagi, það er það eina sem ég fer fram á.
Skrifaði Regína klukkan 09:31 |