laugardagur, október 30, 2004

Ég fór á fyrsta mødregruppefundinn í gær. Hann var haldinn heima hjá einni af okkur í grúppunni en við erum 5, 3 danskar, ég og ein frá Marokkó. Þetta var nú barasta alveg ágætt, betra en ég bjóst við. Ég var satt að segja búin að gera ráð fyrir hinu versta, kvartandi og vælandi kerlingum, bara svona eins og Dönum einum er lagið. En nei, þó að þær hefðu í sjálfu sér yfir slatta að kvarta, get ég ekki sagt að það hafi verið mikið. Þeirra börn, þ.e.a.s. börn dönsku kvennanna, voru öll voða óvær og grétu mikið, tveggja tíma stanslaus grátur þótti lítið, það var alveg hátíð ef þau sváfu vært og þær voru alveg á tauginni með að þau færu að öskra í búðarferðum. Allt eru þetta vandamál sem ég þekki ekki svo að ég græddi a.m.k. það á þessum fundi að fatta hvað ég á ótrúlega vel heppnað eintak, ekki bara sætasta heldur líka besta...hí hí. Æji, svo vorkenndi ég voða mikið þessari frá Marokkó. Hún er bara búin að búa í DK í 3 mánuði og er að eignast sitt fyrsta barn. Hún sagði á sinni bjöguðu ensku að í Marokkó væri það sko þannig að mæðurnar gerðu ekkert fyrstu vikurnar eftir fæðinguna, fjölskyldan bara sæji um allt. Greyjið, hún talar enga dönsku og lélega ensku og á enga fjölskyldu eða vini hér. Svo þurftum við alltaf að þýða fyrir hana, ekki að það hafi verið vandamál, hún er bara alltaf einhvernvegin út undan því við getum náttúrulega ekki þýtt hvert einasta orð. En anyway, við ákváðum að hittast vikulega til að byrja með og sjá svo bara til, þetta verður örugglega fínt, leggst vel í mig.

Svo er ég búin að bæta henni Sólu við í linkana og myndir, myndir, komnar eru fleiri myndir.