föstudagur, október 01, 2004

41+1


Jæja, þá er ég loksins búin að berja nýju keisaraynjuna augum og máta líka. Það er engum orðum aukið að hún er ÆÐI. Ég var pínu að vona í leiðinni að einhver homónastarfsemi myndi kannski fara í gang í heimsókninni en það virðist ekki vera. Alveg er þetta magnað fyrirbæri svona nýfætt barn, ég var bara alveg búin að gleyma fílíngnum. Þetta var ágætis undibúiningur fyrir það sem koma skal. Við vorum svo heppin að hitta á hana vel vakandi og hressa. Ég hlakka til á morgun, því þá verður hún nefnd af foreldrum sínum. Mamman leit ótrúlega vel út, bara eins og hún hafi aldrei gert annað og alveg mömmuleg.

Já, sammála Siggu Lísu að þetta væri flottur afmælisdagur í dag en það verður ekki á allt kosið. Það er víst barnið sem ræður ferðinni og ég held ég sé bara búin að gefast upp á aðgerðum eða aðferðum til að hjálpa til. Þetta kemur bara þegar það kemur og hana nú! Það er a.m.k. alveg víst að á þessum tíma eftir viku verð ég orðin mamma! Vááá, hvað það var skrýtið að skrifa þetta! Gangsetning eða ekki gangsetning meikar ekki diff lengur hjá mér....bara að þetta komi og allt verði í lagi, það er það eina sem ég fer fram á.