Eitt stórt TAKK!
Mig langar að segja takk til allra sem sendu mér kveðju og gáfu mér gjafir og hugsuðu til mín.
Svo þakka ég auðvitað fyrir þennan yndislega gimstein sem ég fékk (hverjum sem það er að þakka).
Af okkur er ekkert nema gott að frétta. Drengurinn er algerlega fullkominn, fallegastur í heimi. Vóg 4350 grömm og var 53 sentimetrar. Alltaf drekkandi og sofandi, alveg eins og það á að vera. Dagarnir fara aðallega í að hvíla mig og ná mér eftir fæðinguna. Fæðingin gekk betur en ég þorði að vona en ég missti töluvert af blóði og er að jafna mig á því. Það verður ekki langt í að við nefnum drenginn, erum að melta þetta. Það er svo skrítið að finna nafn á manneskju sem á eftir að fylgja henni alla æfi.
Lengra verður þetta ekki í bili....mar er svo þreyttur....zzzzzz.
þriðjudagur, október 12, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|