mánudagur, október 04, 2004

41+4
Send heim!

Stutt skýrsla að þessu sinni:
Fór á spítalann og sett í mónitor og skoðuð og svoleiðis og allt lítur vel út þannig að gangsetning ekki talin nauðsynleg í bili. Læknirinn hreyfði við belgnum og ég er komin með 2 í útvíkkun og byrjuð að fá verki. Ég væri alveg til í að klára þetta fyrir miðnætti, sjáum til hvað setur.
Fékk skilaboð á leiðinni á spítalann í morgun að Sigga Lísa væri búin að eignast myndardreng (vissi´ða), 52 sm og 3450 g. Hlakka ógeðslega til að sjá hann. En þar fór spáin mín að ég yrði næst. Jæja, kannski sama dag....dadadadammm.....Guð hvað þetta er spennandi.
Ég er farin að leggja mig.

Ég vona að ég skrifi ekkert hér á morgun!