sunnudagur, október 03, 2004

41+3

Úff og púff hvað þetta er eitthvað skrýtinn dagur. Ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að gera við mig. Sem betur fer hef ég eða við þó það verkefni að gera fínt og fara yfir spítalatöskuna og svona. Þetta er bara svo furðulegt eitthvað....að ég fæði jafnvel barnið á morgun. Fyndið að fara á spílalann á morgun með bumbuna fulla af barni og því sem tilheyrir og tóman bílstól með! Búin að segja frumburðinum að hann gæti orðið stóri bróðir á morgun. Það var alveg mega skrítið.
Ég veit ekkert hvernig mér finnst þetta. Hvort ég verði bara svekkt ef ég verð svo send heim eða fegin. Ég veit ekkert hvað ég vil. Helmingurinn af mér segir "jæja, gott að drífa þetta bara af, þá er það úr sögunni" en hinn segir "það væri nú best ef náttúran fengi bara að sjá um þetta sjálf". Ég vona bara að læknirinn taki ákvörðunina fyrir mig, því ég, valkvíðnasta manneskja í heimi get ekki tekið svona ákvörðun. Ég yrði lengur að hugsa mig um en þangað til á fimmtudag en þá yrði ég hvort eð er sett í gang, hvort sem mér líkar betur eða verr.
Um mig fara til skiptis kvíðnis- og tilhlökkunarstraumar. Er þetta strákur eða stelpa? Er barnið heilbrigt eða ekki? Hvernig lítur það út? Hvað verður það stórt og þungt? Hvað á ég eftir að vera lengi að þessu? Hvernig verður fæðingin? Hvenær?
Ég held ég klessi mér bara í sófann núna með mína 30 púða og glápi á mynd og hámi í mig nammi. Ég verð alveg klikkuð á því að velta mér meira upp úr þessu. Eða kannski ætti ég að fara að skúra og þurrka af og svoleiðis. Eða nei best að slappa af bara og gera það seinna. Hmm fallegt veður úti, kannski maður ætti að fara aðeins út að ganga. Æji ég veit ekki hvort ég nenni því núna.
Jesús Regína! Ákveddu þig manneskja!