Þá er það færsla dagsins. Hmmm það sem er mér efst í huga núna er megrun, megrun og aftur megrun. Mér var loksins ofboðið þegar mér var litið í spegilinn um daginn og tók þá ákvörðunina á staðnum og hef staðið við hana síðan. Nú er sko engin miskunn og skal tekið duglega á mataræðinu. Þetta bara gengur ekki lengur. Ekki bara út af aukakílóunum, heldur líka bara líðan. Ég er sko alveg komin með nóg af hausverk, sleni og drullu. Ég er búin að skipta um skoðun svona 120 sinnum undanfarið um hvernig ég eigi að fara að þessu, þ.e. hvaða aðferð ég ætti að nota. Herbalife, danski "kúrinn" eða bara kommon sens. Ég held að ég endi bara á kommon sens sem felst aðallega í að drekka fullt af vatni, meira af ávöxtum og grænmeti, sleppa fitu og sykri eins og ég get. Borða líka fisk oftar og reyna að hreyfa mig meira og minnka brauðát. Markmiðið er að láta kíló fjúka á viku og ég er að pæla í að skrá vigtina niður hjá mér vikulega og halda jafnvel matardagbók og skrá niður hitaeiningarnar. Ég hef gert það áður og það svínvirkaði. Hei vá hvað það myndi virka vel ef ég hefði þetta hér á síðunni. En samt ég get ekki hugsað mér að upplýsa hvað ég er þung...
|