laugardagur, maí 19, 2007

Jæja fórum í dag með HM að gefa öndunum í fyrsta skipti. Honum fannst það ekkert smá gaman. Í dag er svona týpískt gluggaveður...ohh ég hata það. Ég vakna og held að það sé æðislegt veður og svo er bara ískalt...arrrgg.

Ég er alveg gjörsamlega með DK á heilanum núna og er að pæla í leiðum til að flytja út aftur alveg á fullu. Við ætlum að reyna að fara til Köben í heimsókn við tvö í lok sumars eða í haust. Mér finnst ég bara frekar eiga heima innanum öll reiðhjólin, fúlu Danina, heitu sumrin, nálægðina við önnur lönd, Arababúðirnar, ströndina, alla parkana, ódýrari matinn og vínið og æ ég veit ekki, bara fullt í viðbót sem erfitt er að orða. Hér líður mér einhvernvegin eins og ég sé bókstaflega úti á þekju og mér þykir slæmt að vera svona háð bíl og þoli ekki hvað er dýrt að lifa hérna. Auðvitað eru líka kostir hér og gallar úti...en ég veit ekki, mér finnst bara kostirnir stærri úti þegar allt kemur til alls.