Hvað á ég eiginlega að segja í dag. Kosningar, Júróvisíon æ nenni ekki að tala um það. Vorið er að koma, vei! Hitastigið hækkar um örfáar gráður og maður tryllist úr gleði. Hef samt aldrei tíma til að njóta þess því ég er lokuð inni á skrifstofu frá 9-5 og svo um helgar er ég svo löt og þreytt að ég nenni engu. Mig dreymir um að mála myndir, skrifa sögur, föndra og vera með börnunum mínum og liggja þess á milli í sólbaði og fá borgað fyrir þetta allt saman svo ég geti keypt mér það sem mig langar í.
|