mánudagur, maí 14, 2007

Nei nei ekki aldeilis af baki dottin. Boggeddí blogg. Sko það er bara svo hrikalega mikið að gerast í hausnum á mér og fullt af því er bara stöff sem er óblogghæft, því miður. Oft langar mig mikið til að láta bara allt flakka og skrifa allt sem mér dettur í hug en það gengur ekki...neibbs!

Aftur á móti það sem ég get sagt er að við Smári erum búin að ákveða að selja íbúðina og leita okkur að stærri íbúð. Við erum búin að fá fasteignasala til að skoða og meta og eftir svona smá lagfæringar og endurbætur hér og þar ættum við (vonandi) að fá ágætis prís fyrir kofann. Það kom bara "smá" babb í bát uppá tímaáætlunina að gera; Smári brenndist á kosninganótt. Greyjið hann ætlaði að poppa handa mér, ég var endalaust búin að væla í honum að poppa. Það vildi ekki betur til en svo að hann gleymdi pottinum með olíunni í á hellunni aðeins of lengi. Samt var það fáránlega stutt, þetta er þvílíkt öflug eldavél. Þannig að hann er handlama karlanginn. Þetta er annars stigs bruni á tveimur fingrum og smá blettur í lófanum líka...og auðvitað hægri höndin, -hvað annað? Já, þannig að það tekur þá aðeins lengri tíma en áætlað var að selja og kaupa.

Svo erum við alveg í söknunarferli með Kaupmannahöfn, erum eiginlega að drepast, -okkur langar svo út aftur. Meira að segja Benna langar! Gefum Íslandi aðeins meiri séns og sjáum svo til, var eiginlega niðurstaðan. Já já allt í gangi bararabbarbara...