föstudagur, maí 04, 2007

Jahérna, það gengur á ýmsu, það er ekki hægt að segja annað. Þegar við skötuhjúin runnum í hlað í lok vinnudags í gær kemur frumburðurinn hlaupandi að bílnum og æpir eitthvað á pabba sinn og þeir rjúka svo inn í hús. Ég hélt að það væri kveiknað í en nei nei ég mæti Smára á leið minni inn þar sem hann heldur á dauðri rottu ojjjjjjj. Dísús kræst, djöfulsins viðbjóður! Kattarófétið hafði sem sagt fært björg í bú og verið að leika sér að bráðinni í dágóðan tíma áður en hún drapst!

Jæja, ekki nóg með það heldur beið okkar bréf frá starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar þar sem stóð að okkur verður úthlutað sumarbústað í júlí! Eitthvað sem við áttum alls alls ekki von á að fá. Jibbí, við erum rosalega ánægð með þetta. Við sem vissum ekkert hvernig færi með sumarið, þá er þetta amk á dagskrá.

Semsagt OJJJJJ og VEIII