40+7
Hmmm...komin viku framyfir og ekki farin á hæli!
Sem betur fer eru læti á Íslandi sem hægt er að skemmta sér yfir múhahahaha!
fimmtudagur, september 30, 2004
miðvikudagur, september 29, 2004
þriðjudagur, september 28, 2004
40+5
Þetta með að gera´ða til að koma fæðingu af stað, hefur pottþétt verið fundið upp af karlmanni sem hefur viljað tryggja sér nokkra drætti svona á síðasta sprettinum áður en búðinni er lokað. A.m.k. er þetta EKKI að virka hjá mér!
Skrifaði Regína klukkan 11:22 |
mánudagur, september 27, 2004
40+4
Gaman gaman trallalæææ
ég er ekki niðr´í bæ
æ vonder væ
lúkk öpp tú ðe skæ
væ is it só hæ?
gúdd bæ
Skrifaði Regína klukkan 12:25 |
sunnudagur, september 26, 2004
40+3
Jæja, spurning að fara að grípa til aðgerða. Hmmm....ætli það gerist ekki eitthvað ef maður gerir fullt á einum degi eins og til dæmis að fá sér staup, glíma við kallinn, drekka Tonic vatn og fara svo í langan göngutúr?
Skrifaði Regína klukkan 09:11 |
föstudagur, september 24, 2004
40+1
Oooohhh, hvílíkur léttir að Ragga Dís sé búin. Þetta hefur verið ansi erfitt hjá henni en ég segi þá bara í sönnum Röggu Dísar/Pollýönnu anda, allt er gott sem endar vel. Ég spáði fyrir 14 marka stelpu og það var rétt! Wúhú og í verðlaun eru 14" örbylgjuofn frá Phillips! He he djók, fyndna Regína. Ég hlakka rosalega til að sjá nýju fjölskylduna en ætla bara að bíða þangað til þau koma heim, allir gestirnir hennar eflaust að heimsækja hana á spítalann.
Ég fór annars til ljósmóðurinnar í gær og allt í fínu lagi. Ekkert annað að gera en að bíða bara róleg. Hún heldur að barnið sé orðið 3800 g sem útlegst í mörkum 15.2. Það er alveg búið að skorða sig og allt tilbúið í fæðingu þannig séð. Hún sagði að ég gæti sko alveg fætt meira en fjögurra kílóa barn....já já róleg, sjáum bara til. Annars eru flest börn í minni fjölskykdu ekki undir 17 mörkum þannig að líkurnar eru svo sem ágætar. Stóri bróðir þessa krílis var 17 og hálf, þannig að...
Skrifaði Regína klukkan 08:55 |
fimmtudagur, september 23, 2004
Jæja, a.m.k. ein okkar virðist vera á áætlun. Ragga Dís er farin á spítalann. Kannski að spáin mín rætist? Ekkert í gangi ennþá hjá mér a.m.k. Ég get ekki beðið þangað til ég frétti eitthvað. Eins gott að reyna að halda sér upptekinni í dag. Þetta er ógeðslega spennandi.
Skrifaði Regína klukkan 09:01 |
miðvikudagur, september 22, 2004
Stóri dagurinn á morgun!
Ekkert í gangi, ég held ég eigi eftir að ganga fram yfir með þetta barn. Ég var nú að grínast með það um daginn að ef þetta barn eigi að passa í þessa fjölskyldu verði það að fæðast annað hvort 23. eða 24. mánaðarins eins og við hin. Svo fattaði ég að það er líka töff að vera með framlengingu og fæðast þann 25. Kannski bara kúlast að fæðast enn seinna. Mér finnst 1. okt. líka flottur enda á Frissa vinkona afmæli þá.
Skrifaði Regína klukkan 09:36 |
þriðjudagur, september 21, 2004
Friðardagurinn 21.september
Vááá hvað ég varð impressed í gærkveldi. Það var sýndur stórmerkilegur þáttur í sjónvarpinu, aldrei þessu vant. Hann var um Jeremy nokkurn, Breta sem tók upp á því að reyna að koma á alþjóðlegum friðardegi og gera um það heimildarmynd í leiðinni. Þetta var virkilega spennandi, hann ferðaðist um allan heim og talaði við fullt af merkilegum köllum, t.d. Kofi Annan, Dalai Lama og Simon Perez. Jeremy tókst að fá þetta samþykkt hjá Sameinuðu þjóðunum, hvorki meira né minna. Að einn dagur á ári yrði algerlega helgaður friði í heiminum. Markmiðið að sjálfsögðu að lögð yrðu niður vopn og engu ofbeldi beitt einn dag á ári. Það er eitthvað svo frábært að sjá þegar einn maður gerir eitthvað sem skiptir máli. Ég mundi reyndar ekkert eftir þessum friðardegi svo maður fór nú að hugsa um hvort þetta hefði raunverulega eitthvað að segja. Það tekur eflaust mörg ár að koma þessu á en það minnsta sem hægt er að gera er að reyna, eins og Jeremy sagði, þó að þessi dagur verið til þess að bjarga bara einu mannslífi, hefur hann verðugan tilgang. Ég ætla að taka eftir deginum í dag, því þessi friðardagur er einmitt í dag, 21. sept. Ég ætla líka að leggja mitt af mörkum með því að hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda í stríðshrjáðum löndum og óska mér friðs í heiminum.
Skrifaði Regína klukkan 08:57 |
laugardagur, september 18, 2004
Nokkur atriði sem hafa farið í gegnum hausinn á mér undanfarið:
- Dýraverndunarsamtök Danmerkur vilja að dýrasex verði bannað með lögum. Það er nefninlega ekki bannað svo lengi sem það skaðar ekki dýrið. (Síðan hvenær gátum við mannfólkið lesið hugsanir dýra?) Þetta er allt fávitanum sem gengur laus um allar sveitir og misnotar hesta að þakka.
- Já, ráðamennirnir í Kristjánsborg eru ekki svo vitlausir eftir allt saman. Þeir sögðu með berum orðum að þegar hjón skildu þyrfti konan/móðirin á meiri peningum að halda. Nú eiga einstæðar mæður aldrei eftir að vera í peningavandræðum. Þetta er að sjálfsögðu Alexöndru og Jóakim að þakka.
- Konur á tíunda mánuði meðgöngu geta með sérstakri aðferð enn rakað á sér lappirnar.
- http://toothsmith.blogspot.com/ er skemmtisögusíða, kætandi og bætandi.
- Frændfólk mitt er latt bloggfólk með afbrigðum.
- Ég er alltaf að skipta um skoðun um hvort ég eigi að klára markedsføringsøkonomi og fara svo í ensku í HÍ eða fara strax í ensku í KU næsta haust.
- Ég vildi að ég væri með Discovery Channel
- Glatað að Ísland sjáist aldrei á veðurkortunum í TV.
- Enginn er fullkominn.
- Var ég núna að skúra/ryksuga/vaskaupp/skipta á rúmunum/þurrka af/þrífa klósettið/taka til í síðasta skiptið áður en ég verð tveggja barna móðir?
- Aumingja karlmenn að fá ekki að ganga með og fæða börn.
- Ég hlakka til að flytja til Íslands.
- Ég á besta strák í heimi.
- Hvenær verð ég flott í gallabuxum?
- Mústafa er ótrúlega stupid!
- Árstíðaskipti eru yndisleg.
- Það fæst Alpen musli í Irma.
- Danska kóngafólkið er'ann.
- Glamour er vanabindandi þáttur og allt of stuttur.
- Orðin urðu færri og færri.
- Bless!
Skrifaði Regína klukkan 14:12 |
miðvikudagur, september 15, 2004
Mikið eru þetta skrítnir dagar eitthvað. Að vita að fæðing sé yfirvofandi, gæti gerst hvenær sem er. Á morgun fimmtudag er akkúrat vika í settan dag. Það er erfitt að undirbúa sig fyrir fæðingu, sérstaklega þegar maður veit í raun og veru ekkert á hverju maður á von, jú ætli það sé ekki hægt að bóka að það komi barn út úr þessu. Megnið af tímanum fer í að liggja ýmist í sófanum eða rúminu og glápa á sjónvarpið. Ég horfi það mikið að ég er farin að dreyma auglýsingar og alltaf þegar ég vakna á nóttunni er ég með eitthvað auglýsinga- eða þáttastef á heilanum. Þokkalega heilaþvegin! Bara að það væri eitthvað betra í boði í helv kassanum. Kannski maður ætti að vera duglegri að lesa...hmm, þarf að fá lánaðar bækur til þess. Ég er orðin svo ólétt eitthvað að ég bara þarf að jafna mig eftir að hafa vaskað upp eða skroppið eitthvað út. Það getur tekið allan daginn. Æji, það verður nú léttir að losna við þennan þunga.
Skrifaði Regína klukkan 18:16 |
sunnudagur, september 12, 2004
Ligga ligga lái !
Ég sá líka Poul úr Strandvejsvillaen. Hann er að vinna í Fötex í Amagercenter. Ætli hann hafi verið kosinn út eða upptökur kannski bara búnar á þættinum?...kræst hvað þetta er spennandi...HAAA!
Skrifaði Regína klukkan 11:56 |
föstudagur, september 10, 2004
Barnaland
Áfram heldur hin ótrúlega spennandi óléttusaga Regínu. Þeim sem finnst það leiðinlegt geta þá bara lesið eitthvað annað.
Í gær voru nákvæmlega 2 vikur í stóra daginn og ég fór í síðustu skoðunina hjá ljósmóðurinni, nema ég verði ekki búin að eiga þann 23., þá mæti ég aftur. Maður er svona í nettu raunveruleikasjokki, þetta er að fara að skella á, það er enginn vafi. Ljósan giskaði á að barnið væri orðið 3400 grömm, ég sem hélt að það væri frekar lítið! Timinn fór mest í að ræða um fæðinguna, hvort ég væri kvíðin og hvaða hugmyndir ég væri búin að gera mér og allt á þeim nótunum. Það var alveg ágætt. Þessi ljósa sem var með mig í gær var að leysa mína af og var annað hvort ólétt eða nýbúin að eiga sjálf og það veitti mér ákveðið öryggi verð ég að segja, að hinni ólastaðri sko. Allar mælingar voru í góðu lagi og tra la la.
Ég held að ég eigi bara eftir að þvo og raða fötunum í kommóðuna og kaupa gjafapúða og fleiri taubleyjur og þá er ég bara í góðum málum. Það væri samt gaman ef það lenti svo sem einn ruggustóll inni hjá mér, ég nenni eiginlega ekki að leita að svoleiðis nebbla. Hef samt alltaf á tilfinningunni að ég sé að gleyma einhverju.
Nú er kollegígengið gjörsamlega búið að taka þessa síðu á sitt vald. Staðan er 8-7 á móti frændfólkinu. Ragga Skvís, nei ég meina Dís er loksins byrjuð líka. Fyrir þá sem ekki vita er hún systir Siggu Lísu og alveg nákvæmlega jafn ólétt og ég. Og þær eru báðar skvísur. Við erum sko báðar settar á 23.sept! Fórum allar þrjár til ljósmóður í gær, klukkan 9, 11 og 13. Við bíðum spenntar eftir næstu tilviljun.
Well, best að sniglast áfram í gegnum þennan sólardag, þeir eru víst ekki margir eftir.
Hilsen!
Skrifaði Regína klukkan 08:02 |
þriðjudagur, september 07, 2004
Spítalaheimsókn.
Fórum að heimsækja Glostrup spítala í gærkveldi þar sem ég á að fæða barnið sem er væntanlegt í heiminn eftir 16 daga. Jú, maður var svo sem ekki búinn að búast við miklu en mér fannst einum of vel sjást á veggjum og lofti hversu mikið er sparað í heilbrigðiskerfinu hér. Þetta yrði aldrei gúdderað í fátækasta krummaskuði á Íslandi. Við fengum að sjá eina fæðingarstofu af fimm sem var reyndar sú minnsta. Ljósan sem var með okkur í þessari rundtvisning sagði stolt frá því að það væri nýbúið að taka þessa stofu í gegn. Horfði um leið upp í skítugt loftið þar sem ein klæðningarplatan hékk laus og gerði auðvitað góðlátlegt grín að þessu og sagði að eitthvað yrði nú að vera í ólagi. OHHHH!!! Af hverju er aldrei hægt að gera hlutina almennilega í þessu landi. Er loft ekki hluti af herbergi? Hefði nú haldið það! Og það er nú mjög líklegt að maður eigi eitthvað eftir að horfa í loftið þegar maður er að rembast við að koma barninu í heiminn. Svo fannst mér líka hallærislegt að hjónarúmið sem er í boði er ekki nema eins og hálfs manna.
En nú er bannað að vera neikvæður. Auðvitað er viðmótið og andrúmsloftið sem skiptir öllu máli þegar allt kemur til alls. Bara að þetta fari nú allt vel. (Jæks!)
Skrifaði Regína klukkan 15:40 |
mánudagur, september 06, 2004
Þá er það ákveðið!
Hin verðandi fjögurra manna fjölskylda kemur á klakann þann 15. desember og verður til 2.janúar. Jibbí og jei! Best að nota tækifærið og auglýsa hér með eftir húsnæði, skipti koma vel til greina. Það er ekki aftur snúið og ég verð að segja að ég hlakka rosalega til. Frábært að fara heim um jólin, búin að kaupa allar gjafir og þurfa bara að éta, sofa og heimsækja fjölskyldu og vini, he he he, ljúft.
Skrifaði Regína klukkan 11:03 |
miðvikudagur, september 01, 2004
Jæja, þá hefur enn ein kollegídrottningin bæst í hópinn. Ingibjörg á neðri hæðinni sem ætlar að verða hjúkka og bloggar oft um björnin sinn.
Skrifaði Regína klukkan 10:24 |