Friðardagurinn 21.september
Vááá hvað ég varð impressed í gærkveldi. Það var sýndur stórmerkilegur þáttur í sjónvarpinu, aldrei þessu vant. Hann var um Jeremy nokkurn, Breta sem tók upp á því að reyna að koma á alþjóðlegum friðardegi og gera um það heimildarmynd í leiðinni. Þetta var virkilega spennandi, hann ferðaðist um allan heim og talaði við fullt af merkilegum köllum, t.d. Kofi Annan, Dalai Lama og Simon Perez. Jeremy tókst að fá þetta samþykkt hjá Sameinuðu þjóðunum, hvorki meira né minna. Að einn dagur á ári yrði algerlega helgaður friði í heiminum. Markmiðið að sjálfsögðu að lögð yrðu niður vopn og engu ofbeldi beitt einn dag á ári. Það er eitthvað svo frábært að sjá þegar einn maður gerir eitthvað sem skiptir máli. Ég mundi reyndar ekkert eftir þessum friðardegi svo maður fór nú að hugsa um hvort þetta hefði raunverulega eitthvað að segja. Það tekur eflaust mörg ár að koma þessu á en það minnsta sem hægt er að gera er að reyna, eins og Jeremy sagði, þó að þessi dagur verið til þess að bjarga bara einu mannslífi, hefur hann verðugan tilgang. Ég ætla að taka eftir deginum í dag, því þessi friðardagur er einmitt í dag, 21. sept. Ég ætla líka að leggja mitt af mörkum með því að hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda í stríðshrjáðum löndum og óska mér friðs í heiminum.
þriðjudagur, september 21, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|