Barnaland
Áfram heldur hin ótrúlega spennandi óléttusaga Regínu. Þeim sem finnst það leiðinlegt geta þá bara lesið eitthvað annað.
Í gær voru nákvæmlega 2 vikur í stóra daginn og ég fór í síðustu skoðunina hjá ljósmóðurinni, nema ég verði ekki búin að eiga þann 23., þá mæti ég aftur. Maður er svona í nettu raunveruleikasjokki, þetta er að fara að skella á, það er enginn vafi. Ljósan giskaði á að barnið væri orðið 3400 grömm, ég sem hélt að það væri frekar lítið! Timinn fór mest í að ræða um fæðinguna, hvort ég væri kvíðin og hvaða hugmyndir ég væri búin að gera mér og allt á þeim nótunum. Það var alveg ágætt. Þessi ljósa sem var með mig í gær var að leysa mína af og var annað hvort ólétt eða nýbúin að eiga sjálf og það veitti mér ákveðið öryggi verð ég að segja, að hinni ólastaðri sko. Allar mælingar voru í góðu lagi og tra la la.
Ég held að ég eigi bara eftir að þvo og raða fötunum í kommóðuna og kaupa gjafapúða og fleiri taubleyjur og þá er ég bara í góðum málum. Það væri samt gaman ef það lenti svo sem einn ruggustóll inni hjá mér, ég nenni eiginlega ekki að leita að svoleiðis nebbla. Hef samt alltaf á tilfinningunni að ég sé að gleyma einhverju.
Nú er kollegígengið gjörsamlega búið að taka þessa síðu á sitt vald. Staðan er 8-7 á móti frændfólkinu. Ragga Skvís, nei ég meina Dís er loksins byrjuð líka. Fyrir þá sem ekki vita er hún systir Siggu Lísu og alveg nákvæmlega jafn ólétt og ég. Og þær eru báðar skvísur. Við erum sko báðar settar á 23.sept! Fórum allar þrjár til ljósmóður í gær, klukkan 9, 11 og 13. Við bíðum spenntar eftir næstu tilviljun.
Well, best að sniglast áfram í gegnum þennan sólardag, þeir eru víst ekki margir eftir.
Hilsen!
föstudagur, september 10, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|