þriðjudagur, september 07, 2004

Spítalaheimsókn.

Fórum að heimsækja Glostrup spítala í gærkveldi þar sem ég á að fæða barnið sem er væntanlegt í heiminn eftir 16 daga. Jú, maður var svo sem ekki búinn að búast við miklu en mér fannst einum of vel sjást á veggjum og lofti hversu mikið er sparað í heilbrigðiskerfinu hér. Þetta yrði aldrei gúdderað í fátækasta krummaskuði á Íslandi. Við fengum að sjá eina fæðingarstofu af fimm sem var reyndar sú minnsta. Ljósan sem var með okkur í þessari rundtvisning sagði stolt frá því að það væri nýbúið að taka þessa stofu í gegn. Horfði um leið upp í skítugt loftið þar sem ein klæðningarplatan hékk laus og gerði auðvitað góðlátlegt grín að þessu og sagði að eitthvað yrði nú að vera í ólagi. OHHHH!!! Af hverju er aldrei hægt að gera hlutina almennilega í þessu landi. Er loft ekki hluti af herbergi? Hefði nú haldið það! Og það er nú mjög líklegt að maður eigi eitthvað eftir að horfa í loftið þegar maður er að rembast við að koma barninu í heiminn. Svo fannst mér líka hallærislegt að hjónarúmið sem er í boði er ekki nema eins og hálfs manna.
En nú er bannað að vera neikvæður. Auðvitað er viðmótið og andrúmsloftið sem skiptir öllu máli þegar allt kemur til alls. Bara að þetta fari nú allt vel. (Jæks!)