Nokkur atriði sem hafa farið í gegnum hausinn á mér undanfarið:
- Dýraverndunarsamtök Danmerkur vilja að dýrasex verði bannað með lögum. Það er nefninlega ekki bannað svo lengi sem það skaðar ekki dýrið. (Síðan hvenær gátum við mannfólkið lesið hugsanir dýra?) Þetta er allt fávitanum sem gengur laus um allar sveitir og misnotar hesta að þakka.
- Já, ráðamennirnir í Kristjánsborg eru ekki svo vitlausir eftir allt saman. Þeir sögðu með berum orðum að þegar hjón skildu þyrfti konan/móðirin á meiri peningum að halda. Nú eiga einstæðar mæður aldrei eftir að vera í peningavandræðum. Þetta er að sjálfsögðu Alexöndru og Jóakim að þakka.
- Konur á tíunda mánuði meðgöngu geta með sérstakri aðferð enn rakað á sér lappirnar.
- http://toothsmith.blogspot.com/ er skemmtisögusíða, kætandi og bætandi.
- Frændfólk mitt er latt bloggfólk með afbrigðum.
- Ég er alltaf að skipta um skoðun um hvort ég eigi að klára markedsføringsøkonomi og fara svo í ensku í HÍ eða fara strax í ensku í KU næsta haust.
- Ég vildi að ég væri með Discovery Channel
- Glatað að Ísland sjáist aldrei á veðurkortunum í TV.
- Enginn er fullkominn.
- Var ég núna að skúra/ryksuga/vaskaupp/skipta á rúmunum/þurrka af/þrífa klósettið/taka til í síðasta skiptið áður en ég verð tveggja barna móðir?
- Aumingja karlmenn að fá ekki að ganga með og fæða börn.
- Ég hlakka til að flytja til Íslands.
- Ég á besta strák í heimi.
- Hvenær verð ég flott í gallabuxum?
- Mústafa er ótrúlega stupid!
- Árstíðaskipti eru yndisleg.
- Það fæst Alpen musli í Irma.
- Danska kóngafólkið er'ann.
- Glamour er vanabindandi þáttur og allt of stuttur.
- Orðin urðu færri og færri.
- Bless!
|