miðvikudagur, september 15, 2004

Mikið eru þetta skrítnir dagar eitthvað. Að vita að fæðing sé yfirvofandi, gæti gerst hvenær sem er. Á morgun fimmtudag er akkúrat vika í settan dag. Það er erfitt að undirbúa sig fyrir fæðingu, sérstaklega þegar maður veit í raun og veru ekkert á hverju maður á von, jú ætli það sé ekki hægt að bóka að það komi barn út úr þessu. Megnið af tímanum fer í að liggja ýmist í sófanum eða rúminu og glápa á sjónvarpið. Ég horfi það mikið að ég er farin að dreyma auglýsingar og alltaf þegar ég vakna á nóttunni er ég með eitthvað auglýsinga- eða þáttastef á heilanum. Þokkalega heilaþvegin! Bara að það væri eitthvað betra í boði í helv kassanum. Kannski maður ætti að vera duglegri að lesa...hmm, þarf að fá lánaðar bækur til þess. Ég er orðin svo ólétt eitthvað að ég bara þarf að jafna mig eftir að hafa vaskað upp eða skroppið eitthvað út. Það getur tekið allan daginn. Æji, það verður nú léttir að losna við þennan þunga.