Alltaf endalaus gleði úti, grátt og blautt. Ég er hætt að fylgjast með veðurspám, nennusiggi. Hér eru annars stórtækar heimilisaðgerðir í gangi, ekki bara hin hefðbundna tiltekt, heldur líka í hillum og skúffum og skápum. Ohhh, hvað það verður ljúft þegar því er lokið. Þá verður ekkert rusl og ég veit upp á hár hvar hver einasti hlutur verður. Jess! Já, það er svei mér þá að verða kósí hérna. Gardínurnar loksins komnar upp sem ég er örugglega búin að vera mánuð að sauma, eða ekki sauma hehehe...
Hugmyndirnar snjöllu eru enn í hausnum á mér og ég hef sett mér það markmið að byrja á annarri þeirra þegar mér finnst nóg komið af heimilisaðgerðum. Hlakka til!
mánudagur, júlí 12, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|