Það kveiknaði á ljósaperunni!
Ahhh...ég fékk svo góða hugmynd að mig verkjar! Hún er bara algert leyndarmál því að ég veit að henni verður stolið ef ég kjafta frá, hún er það brillijant. Namm, hvað ég hlakka til. Ótrúlegt að enginn hafi fattað að gera þetta áður. Hei, bíddu, þær eru reyndar tvær. Skyldar en þó ólíkar. Brillijant segi ég....heheheh.
-En það er langur vegur frá góðri hugmynd og útkomunni sjálfri. Ég verð að vanda mig og síðast en ekki síst framkvæma! Ekki bara hugsa, heldur gera! Þarf líka að fá aðstoð frá góðu fólki. Sem betur fer þekki ég fullt af svoleiðis. Kannski verð ég fræg, eða lúser. Hverjum er ekki sama? -Ég fæ a.m.k. prik hjá sjálfri mér fyrir að hafa framkvæmt. Kannski tekur þetta nokkra mánuði eða nokkur ár. Hverjum er ekki sama? -Bara að ég klári þetta.
Nú er ég farin aftur að sofa.
laugardagur, júlí 10, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|