Jæja, þar kom að því.
Loksins kom sumarið í Köben! Mér finnst þetta vera fyrsti alvöru sumardagurinn, steikjandi hiti og ekki skýhnoðri á himni, meira að segja fyrir hádegi! Ef ég hefði mátt ráða áttu maí, júní og júlí að vera heitastir og svo frekar svalt í ágúst og september. Það hefði hentað óléttri konunni mjög vel. Hiti, bjúgur og þungur líkami fara ekki alveg nógu vel saman. Mér dettur samt ekki í hug að fara að blóta þessu yndislega veðri, a.m.k. ekki strax, maður er nú einu sinni búinn að vera að bíða eftir þessu í allt "sumar".
Hilsen,
ég er farin út í garð í smá sólbað áður en tengdó og Viktoría koma.
fimmtudagur, júlí 29, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|