Er veður afstætt?
Mikið skelfing er gott þegar himininn hættir að gráta og jafn skelfilega leiðinlegt þegar hann byrjar aftur og aftur og aftur. Ætlar þetta engan endi að taka?
- Annars á maður ekkert að vera að ergja sig á því sem maður ræður ekki við. Á Íslandi tók ég stundum til bragðs, í slæmum veðrum, að draga fyrir alla glugga, setja suðræna tónlist undir geislann, opna rauðvínsflösku og elda einhvern rétt frá heitu landi. Það var sko alveg gott veður hjá mér, bara ef ég vildi það!
föstudagur, júlí 09, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|