Lengi má gott bæta!
Hei kúl, komnir nýjir fídusar í Bloggerinn. Nú getur maður farið að leika sér með allskonar stílbrigði.
Ég var annars að velta því fyrir mér um daginn hvað Ísland gæti verið enn yndislegra land en það er, bara með smá "lagfæringum". Ég er ekki ein af þeim sem lifi í þeirri blekkingu að Ísland sé ömurlegt og allt betra í útlöndum, það eru auðvitað kostir og gallar við alla staði, í misjöfnu hlutfalli. Ég held að kostirnir við Ísland séu þrátt fyrir allt fleiri en gallarnir. Ef ég ætti að skrifa óskalista yfir það sem betur mætti fara, liti hann einhvervegin svona út:
- Vildi óska að það væru betri strætósamgöngur, hann gengi oftar, það væru fleiri leiðir, skólafólk , börn og gamalmenni fengju ókeypis í strætó. Þetta sparar auðvitað bílaútgjöldin, minnkar umferðina, mengunina og stressið. Plús að það mætti gera meira ráð fyrir hjólafólki úti í umferðinni. Það væri líka svalt ef lestir væru til.
- Leikskólar væru helst ókeypis eða að minnsta kosti væru gjöldin tekjutengd. Maður á ekki að þurfa að fara á hausinn við að eiga barn/börn á leikskólaaldri.
- Grænmetis og ávaxtamarkaðir út um allt og það ÓDÝRT!!! -Skilar af sér hamingjusamara og heilbrigðara fólki, sparar heilbrigðiskerfinu geðveikan pening sem má þá nota t.d. í menntamál í staðinn, eykur langlífi og skilar þ.a.l. meiri pening í þjóðarbúið.
- Mig vantar almennilega útvarpsstöð með alvöru dagskrárgerð, playlistar og Björgvin Halldórsson bannaðir takk fyrir!
- LÆGRA MATVÖRUVERÐ!
- Júlí á alltaf að vera heitur að minnsta kosti.
- Blómstrandi líf úti á landi, þar á að vera eftirsóknarvert að búa.
- Tannlækningar ættu að vera ókeypis.
- Enginn lifir undir fátæktarmörkum, eldri borgarar, öryrkjar og aðrir sem ekki geta séð fyrir sér sjálfir eiga að hafa mannsæmandi pening á milli handanna.
- Virkjanir bannaðar á Íslandi.
- Ódýrara áfengi og blóm líka og skór.
- Sjálfstæðisflokkurinn væri minnsti flokkur landsins.
-ég man ekki fleira í bili...
|