Hvað er yndislegra en að vakna á mánudagsmorgni (eða kannski nær hádegi) og ekki til hreint glas eða hnífur og ekkert að éta nema franskbrauð með smjöri, skolað niður með botnfylli af kók? Ég veit það svei mér þá ekki. Það er nokkuð ljóst að lungað úr deginum fer í þrifnað, þvotta og innkaup...maður gerir allt á hálfum hraða þessa dagana. Samt er ég pínu fegin að hafa þó eitthvað að gera, mættu bara vera skemmtilegri verkefni.
Helgin er meira og minna búin að fara í myndavélaleit og hjúikkit að það er búið! Við erum búin að panta vélina og fáum hana væntanlega á miðvikudaginn. Voða flott týpa á góðu verði. Jess! Mætti ekki seinna vera ef við ætlum að ná einhverjum bollumyndum af mér. Þá er bara næsta mál að tékka á jólaflugmiðum til landsins góða. Ohh það verður nú gott að heimsækja það og hitta familíuna og ÉTA ALMENNILEGAN MAT!!!
mánudagur, ágúst 30, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|