miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Ohh hvað það er gott að eyða peningum og mikið af þeim. Við fórum nebblega í IKEA í dag til að kaupa barnarúm og skiptiborð sem er líka kommóða. Mikið gott að það sé yfirstaðið svo maður þurfi ekki að stressa sig lengur á því að það sé ekkert tilbúið áður en barnið kemur....maður veit aldrei hvenær því þóknast það. Hlakka til að búa um og svona.
Aðal eyðslan fór samt í hrikalega djúsí sófa sem ég get ekki beðið að fá, eftir viku....jjiiiiibbbíííí! Hvílík sæla að geta loksins hlammað sér í mjúkan og þægilegann sófa! Svo er hann meira að segja nógu langur (eða breiður ef út í það er farið) til að leggja sig í ....jesss. Held að við getum meira að segja bæði legið í honum og glápt á kassann. Þetta var sko alveg erfiðisins virði.

IKEA RÚLAR!