fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Ó mæ god! Þvílíkur önaður!

Ég byrjaði að bíða eins og krakki eftir jólunum klukkan tólf á hádegi. Hélt mér upptekinni með þrifnaði og röðunum alveg þangað til hann kom, esselska. Annars hefði ég gengið af göflunum. Klukkan nákvæmlega 15:50 kvittaði ég fyrir móttöku gripsins...Jesssss! Ég gat ekki einu sinni sest við tölvuna eftir að hann var kominn í hús. Verst var að þurfa að pína sig á foreldrafund, klukkutíma eftir að við vorum búinn að setja hann saman. AARRRG! Oft hefur verið leiðinlegt á þeim fundum en aldrei eins og núna, því nú gat maður ekki hugsað um annað en elsku besta nýja sófann heima. Pínu fyndið að hann tekur hálfa stofuna en só vott!? Hann er æði! Loksins eignuðumst við nýjan sófa, he he he og hí hí hí, jibbí og jei!