Ja hérna hér! Þá er maður búinn að afgreiða tvö sommerfest á jafnmörgum dögum.
Fyrst í gærkveldi á Fritidshjemminu hans Benna þar sem allir áttu að koma með mat og éta hann svo að sjálfsögðu. Úr varð risastórt heljarinnar hlaðborð, voða flott og girnilegt með allskonar réttum. En men ó men hvað fólk er mikið fífl eitthvað. Nú er þetta þriðja sommerfestið sem ég fer á þarna og alltaf gengur jafn illa að fá sér af hlaðborðinu. Á einu horninu eru lagðir pappadiskar og plasthnífapör af einhverjum snilldar starfsmanni sem gerir það í áföngum. Ég sé hann alveg fyrir mér að fylgjast með angist og vitfyrringu okkar foreldranna sem vitum ekki okkar rjúkandi ráð þegar okkur vantar þessi nauðsynlegu áhöld. Hann hefur örugglega staðið bak við gluggann og hlegið kvikindislega og kannski tekið myndir af þessu. Mér fannst þetta sko ekki fyndið, það er fátt sem svangan mannin kætir nema matur. Það mæta greinilega allir sársvangir, því það liggur við slagsmálum við borðið. Þessi fífl kunna ekki og vita ekki hvernig maður á að gera. Sko það eiga allir að labba sama hringinn, góð hugmynd er að nota sólarhringinn til viðmiðunar. Ef þetta einfalda atriði er haft í huga eru góðar líkur á því að neytendur matarins geti nefninlega neytt hans á meðan hann er heitur. OOHHHH röfl ég veit, þetta er bara svo pirrandi pakk. Gott er að hafa góðan félagsskap til að bjarga stemmningunni. Voðalega er maður líka orðinn eitthvað samdauna þessu stundum skrítna samfélagi Dana. Maður er alveg hættur að kippa sér upp við að seldur sé bjór og reyktar sígarettur á öllum samkomum barnanna, hvort sem það er í skólanum eða bara hvar sem er. Ég fer einmitt alltaf á skemmtikvöld í 3ja U til að detta í það. Það eru sko bestu partýin!
Seinna festið var svo í dag hér á kollegíinu. Þar fór nú minna fyrir troðningi og pirringi, enda miklu meira pláss. Við litum aðeins út í garð svona um tvö leytið. Sonurinn hoppaði af áfergju í hoppukastala og við hjónaleysin stóðum úti í íslensku útileguveðri á kjaftagangi í u.þ.b. tvo tíma. Það var sossum miklu meira í boði en maður ekki í meira stuði en þetta í dag.
Meira er ekki um það að segja.
laugardagur, ágúst 21, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|