Kvikmyndagagnrýnandinn Regína
Alveg er skrítið hvað bíómyndaframleiðendur þurfa alltaf að troða ástarsögu í barnamyndir. Nú er sjálfur Garfield ekki óhultur. Reyndar var það ekki hann sjálfur sem átti í ástarævintýri heldur eigandi hans. Ég skil þetta bara ekki, þetta er barnamynd þar sem áhorfendahópurinn er svona á bilinu 4ra til 10 ára. Maður hefur það á tilfinningunni að verið sé að kenna þessum blessuðum börnum hvernig maður á að ná sér í deit og fleira í þeim dúr. Oj bara segi ég bara. Krakkar þurfa ekkert á því að halda, það er nógur tími til að pæla í því seinna. Væmið drasl sem kemur söguhetjunum ekkert við. Ef þetta ástarkjaftæði á að vera fyrir þá fullorðnu sem fara með börnin í bíó er það alveg misheppnað líka. Við nennum ekki að horfa á svona fyrirsjáanlegar klisjur. Ef okkur langar að sjá ástarsögu förum við á svoleiðis mynd, ekki á barnamynd.
Annars var þetta ágætis bíó, nema mér fannst eigandi Garfields ekki passa við þann sem maður er vanur úr myndasögunum. Þó að þetta hafi verið týpísk uppskriftamynd var kötturinn flottur og svo fuku nokkrir góðir brandarar. Níu ára sonurinn skemmti sér vel. Ég gef henni 7 af 10.
sunnudagur, ágúst 15, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|