Í dag og um daginn.
Eftir sveitta nótt og sveittan dag sest ég við tölvuna og blogga. Eitthvað er betra en ekkert. Nú er orðið svolítið erfitt að vera mikið ólétt í miklum hita. Ég ætlaði aldeilis að ná mér í brúnku í dag og fór út á nærbrókinni með teppi, til í slaginn en entist bara í sirka klukkutíma. Þá var mér ekkert farið að lítast á blikuna. Þegar ég var komin inn sá ég í speglinum flekkótt andlit og var að fá dúndur hausverk, þannig að ég lagðist í rúmið með viftuna á fullu og jafnaði mig. Ja hérna! Kannski að ég fari bara að hlakka pínulítið til að unga þessu barni út!
Voðalega er maður búinn að afreka mikið og vera duglegur á stuttum tíma. Á meðan tengdó og frænkó voru í heimsókn var leigður bíll og ferðast, jibbí.
Eftir að hafa búið í Danmörku í 2 ár get ég núna loksins stolt sagt frá því að hafa komið til Fjónar, Jótlands og Svíþjóðar! Á laugardaginn fórum við í löngu lofaða ferð í Legoland og men ó men hvað það var heitt! Ég ráfaði þarna um í móki og hugsaði bara um að lifa þetta af en rosalega var þetta samt flottur garður. Við ætlum aftur á næsta ári og þá helst taka þetta á 2 dögum. Þetta er 3 tíma akstur aðra leið og eins gott að gista amk eina nótt. En smá ráð handa þeim sem ef til vill eru á leiðinni þangað: Takið með ykkur nesti, þetta er okurgarður helvítis! Til dæmis kostar hálfur lítri af vatni 15 krónur, dýrara en í seven í leven og þá er sko mikið sagt! Það verður sko keypt kælibox fyrir næstu ferð, ekki nóg með að svoleiðis sé notadrjúgt fyrir mat og drykk, heldur má nota það til að tylla sér á, séu fæturnir lúnir.
Jamm, gaman gaman. Það er nú meiri snilldin að leigja bíl, það gerum við örugglega aftur og förum þá kannski líka til úglanda.
Nú er aftur á móti málið að fara að taka því rólega. Ég er uppgefin bara eftir að skreppa út í búð, svo lítið er þrekið. Best að eyða síðustu vikum meðgöngunnar í að undirbúa komu nýja einstaklingsins. Redda vöggu, skiptiborði/kommóðu, ruggustól og svo framvegis.
Dísus, þetta nálgast óðum!
mánudagur, ágúst 09, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|