...ekki fara að hlægja þó einhver sé að detta...
Muna ekki allir eftir þessu lagi og öllum þessum "reglum" sem maður lærði þegar maður var lítill? En það er bara ekki hægt að halda í sér þegar fólk dettur með slíkum glæsibrag eins og Smári gerði í dag. Hann var að hella upp á kaffi og endaði kylliflatur á gólfinu, veinandi ááááiiiii ááááiiiii...hahahaha. Hann datt svo hægt að ég náði að snúa mér við og sjá allt fallið í slow motion. Hann meiddist dálítið á fætinum og er búinn að vera haltrandi í dag. Þetta er svona You had to be there story...
anyway, raðaði linkunum aðeins og bætti við Pétri fræga frænda mínum
Góðar stundir!
þriðjudagur, ágúst 31, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|