Úffumpúff...maður er bara alveg uppgefinn eftir nóttina. Burt séð frá hósti og snýtingum var ég svo mikið að reyna að komast í röð 32 í Ikea. Það var alveg sama hvað ég vaknaði oft ég hélt bara áfram að dreyma sama drauminn, ég skyldi komast í röð 32 í Ikea! Svona getur maður nú verið ruglaður. Ætli þessi tala tákni eitthvað?
Jæja og enn einn sólardagurinn runninn upp. Best að láta hann ekki fram hjá sér fara. Þeir eru örugglega ekki margir eftir. Ég ætla bara að vona að ég endist lengur í sólbaði en um daginn. Spurning með ströndina bara...hmmm?
laugardagur, ágúst 14, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|