sunnudagur, nóvember 28, 2004

Frænkuheimsókn.

Við HM sváfum til hádegis í dag, enda sofnaði ég ekki fyrr en klukkan fjögur í nótt. Ég var eitthvað að glápa á mynd og gefa. Svona er sólarhringurinn nú út og suður þessa dagana. Svo fengum við góða heimsókn frá Söru frænku sem kom með tvær vinkonur sínar með sér. Ekki nóg með það, heldur lakkrísdraum(a), Nóa og Siríus súkkulaði með hnetum og rúsínum, poka af Freyjukarmellum, lakkrísreimar, hvítvínsflösku, nýjasta Séð og Heyrt og æðislegan jólagalla og jólahúfu handa HM. Þær stoppuðu hér í svona tvo tíma og drukku kaffi og dáðust að HM sem brosti eins og hann ætti lífið að leysa. Þegar þær voru farnar átti ég svo smá quality time með sjálfri mér, kom mér vel fyrir í sófanum með lakkrísdraum og kók og las Séð og Heyrt upp til agna....ahhh, yndislegt. Nú ætla ég að elda kjúlla með hrísgrjónum og sveppasósu og njóta kvöldsins í friði og ró. Eftir matinn kveiki ég svo á kerti handa bróður mínum sem hefði orðið 23 ára í dag.

föstudagur, nóvember 26, 2004

Öfug sálfræði.

Ég hef tekið ákvörðun, ákvörðun sem er búin að létta mér lífið alveg ótrúlega mikið. Sko málið er að ég er búin að vera á voðalegum bömmer útaf aukakílóunum sem mér hefur tekist að safna utan á mig undanfarna mánuði. Ég er þvílíkt alltaf á leiðinni í megrun, eða kannski ekki beint megrun, því það má maður víst ekki þegar maður er með barn á brjósti, heldur svona frekar að borða skynsamlega og fara að hreyfa mig meira. Semsagt heilsuátak eins og ég var búin að lýsa yfir hér einhverstaðar á þessari síðu. Mér finnst bara að því meira sem ég hugsa um það, því minna geri ég í því. Það er frekar eins og ég borði enn óskynsamlegar og hreyfi mig enn minna. Það sem er bannað langar manni svo mikið í...skrítið. Þannig að...ég er búin að ákveða að ákveða ekki neitt í þessum efnum, í bili að minnsta kosti. Það er bara andlega íþyngjandi að rembast við að gera eitthvað sem gengur ekki. Ég er líka að fara til Íslands eftir tvær og hálfa viku og ætla að vera þar í 18 daga ef ég man rétt og ég ætla sko að njóta þess að borða íslenskt nammi og mat og drykk. Ég nenni ekki að hafa samviskubit yfir því. Ég hef ekki komið heim í eitt og hálft ár og ég er komin með íslensku matar-nammi-drykkjarleysisfráhvörf. Mér skilst líka að allir á Íslandi séu orðnir svo feitir, þannig að ég verð bara eins og anorexíusjúklingur miðað við hina. Nei í alvöru talað, þó að ég sé eins og tröllskessa í laginu, þá er eitt alveg víst og það er að ég á eftir að breytast í þokkagyðju fyrir næsta sumar, pottþétt! Það er nógur tími til stefnu og honum verður varið í skynsemi en bara frá og með um það bil janúar. Best að vera ekki með of miklar yfirlýsingar en ég bara finn það á mér að þetta á ég eftir að standa við. Ég meina hver nennir að burðast með þessa ógeðslegu klatta forever? Ég læt mér þá bara nægja einhvern kartöflusekk sem jólakjólinn í ár en verð svo bara komin í servíettu um næstu jól í staðinn. Ógisslega mikil gella!

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

jæja ókei, fann doldið sniðugt..... Hin hræðilega Birgittu Haukdal Dúkka sem líkist Rut Reginalds ískyggilega mikið og það fyrir aðgerð!

Mikið fínt að skreppa í saumó í gær, góður hópur og góðar veitingar. Ég virðist ætla að sleppa við allar pestirnar sem eru í gangi í kringum mig 7-9-13.

Ég er annars búin að vera í einhverskonar bloggkrísu undanfarnar vikur. Mér finnst bloggið mitt leiðinlegt og er alveg tóm í hausnum í þokkabót, þannig að það er erfitt að bæta það. Vonandi lagast í mér hausinn bráðlega. Ég er að pæla í að taka mér kannski bara breik frá þessu bloggeríi þangað til heilinn er aftur hrokkinn í gang. Veit ekki með ykkur en ég nenni a.m.k. ekki að lesa eitthvað um ekki neitt.

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Einhverntíman er allt fyrst.

Þar kom að því. Drengurinn hinn yngri er kvefaður svo enginn varð jólahasarinn í gær. Úti er algert gluggaveður, minnir mig á Íslandið. Ekta veður til að fara á skauta á tjörninni, koma svo heim í pönnsur og heitt kakó. Ohhhh, kósí. Nú er aftur á móti stemmning fyrir Silfri Egils, frönskum og kóki sem er líka kósí.

Ble ble!

föstudagur, nóvember 19, 2004

...letin er að drepa mig. Sef langt fram eftir degi og kem engu í verk nema gefa brjóst, vaska upp og ryksuga. Ég skrópaði meira að segja í mødregruppen í morgun, kommon hann er allt of snemma, klukkan hálf ellefu! Horfi svo bara á góða veðrið út um gluggann...iss. En ég skal fara í Jónshús á morgun og svo er ætlunin að fara í Fields seinnipartinn í dag.

júhú!

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Fögur fyrirheit...

  • ég hef aldrei drukkið jafn mikið kaffi síðan ég ætlaði að minnka kaffidrykkjuna og jafnvel hætta því alveg
  • ég hef hvorki stigið fæti inn í Nettó né Fakta síðan ég ákvað að þar yrði verslað hér eftir
  • er aldeilis ekki hætt í namminu né kókinu þó minna sé neytt
  • daglegir göngutúrar. Hvað er það fyrir nokkuð?
  • í tveimur tilfellum af sjö var matarplani vikunnar fylgt eftir og ekki er búið að semja nýtt

Skamm, skamm og aftur skamm! Jájá batnandi manni er best að lifa. Horfðu á björtu hliðarnar. Ekkert er of slæmt að ei boði nokkuð gott (eða hvernig sem þetta er). Guð hvað ég lifi spennandi lífi, hver skemmtisagan á fætur annari bara! Haaa hmmmm. Ég verð að viðurkenna að ég er farin að sakna skólans sem ég hataði og bara hlakka beinlínis til að byrja aftur. Það getur þó alltaf breyst því ég skipti um skoðun jafn oft og sokka. Ég er alltaf rokkandi á milli þess hvort ég eigi að vera skynsöm og klára markedsføringsøkonomidæmið og verða svo BA í Business Administrator eða skipta í það sem mig virkilega langar að læra...nebbla tungumál og þá ensku. Ég gæti líka tekið enskuna seinna þegar ég er búin með hitt. En bla bla bla. Bottom læn (sko hvað ég er góð í ensku), ég hlakka til að fara eitthvað á hverjum degi. Koma heim eftir duglegheit, knúsa strákana mína og hlamma mér í sófann. Sofna svo svefni hinna réttlátu, skælbrosandi út af eyrum yfir afrekum dagsins. Æji bull er þetta, það er auðvitað ekki alltaf þannig. Svo get ég líka alveg skælbrosað núna því það er alveg ágætis afrek að sjá um lillan minn dag og nótt. Nú er ég farin að röfla einhverja djxxxxxxxx vitleysu og held að það sé réttast að ég fari bara að sofa. Sæl og glöð að sjálfsögðu.

Túrúlú og góða nótt!

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Ég er ein í heiminum...

buhuuu...snökt snökt

föstudagur, nóvember 12, 2004

H&M og Magasin du Nord.

Rólegheita dagur í dag. Er búin að vera hálf slöpp eitthvað og H&M smá órólegur. Hann er nú samt alger engill, grætur ofursjaldan. Það er meira eins og hann sé að kalla á mann en að gráta. Svo sefur hann alltaf voða mikið sem er auðvitað gott fyrir síþreytta mömmuna. Vonandi verð ég hressari á morgun svo ég komist aðeins út.

Jæja, Íslendingar bara búnir að kaupa Magasin du Nord. Það verður spennandi að sjá hvað þeir ætla að gera til að búllan fari að skila hagnaði. Kannski selja SS-pylsur og hrútspunga og brennivín? Hvernig er það, er íslenska lopapeysan alveg out núna? Ég gæti kannski skrifað verkefni fyrir þá í skólanum og kannað málið...hmmm. Ég get allavega minnt Jón Ásgeir á að hann Smári minn bónaði bílinn hans þegar hann vann á bónstöðinni sko. Ég er viss um að framtíð okkar er tryggð fyrir vikið. Annars er þokkalega merkilegt að Magasin du Nord er ekki lengur í eigu Dana, svona obbosla virðulegt fyrirtæki með langa sögu í dönsku þjóðarsálinni. Ég spái því að þetta sé aðeins byrjunin. Við eigum eftir að leggja undir okkur DK og kúga þá til baka...múhahahaha! Ég meina, það er Íslendingur sem á Dominos keðjuna hér og Kentucky líka. Hvað kemur næst?

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Góðir gestir.

Æji hvað ég er leiðinleg þegar það er skítugt hjá mér. Það bara fer alveg svakalega í skapið á mér. Nú er ég aftur á móti svooooo ánægð því það er sko allt svakalega fínt hjá mér. Ég fékk líka gesti í dag og ég varð að hafa allt hreint. Það er svo gaman að hitta fólk sem er alltaf eins. Þetta var nebbla hún Brynja Ben sem ég hef því miður ekki hitt í mörg ár. Hún kom með 5 ára barnabarnið sitt sem ég hef ekki einu sinni séð! Skömm og fussum svei! Ég verð að bæta mig í að halda sambandi við fólk. Sérstaklega þá sem ég er hálfalin upp hjá (ekki að þeir séu margir). Auðvitað er það allt gestakomunni að kenna að ég varð að borða nokkrar æbleskiver og svo gaf Brynja mér Anton Berg konfekt sem ég varð auðvitað að smakka á og er enn að. Æji, álagið á manni! Ég get þó sagt stolt frá því að ég er búin að borða hafragraut í morgunmat í tvo daga í röð og bara búin að drekka tvær dósir af kóki á sama tíma.

Semsé, speki dagsins: Batnandi manni er best að lifa.

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Heilsuátak og labbidónar.

Mikið asskoti er maður nú orðinn danskur eitthvað. Enda ekki seinna vænna, búin að búa hér í rúm tvö ár. Við létum nefninlega loksins verða að því að setja saman matseðil vikunnar. Það verður sko verslað í Netto hér eftir, nema þegar það sem mann vantar fæst ekki í Netto og hana nú! Djöfull eru margir hundraðkallarnir farnir í dýru búðirnar að óþörfu. Matseðillinn er samt alveg ótrúlega döll eitthvað. Það er nú orðið brýnt að fara nú að reyna að fríska upp á það sem er í boði á þessu heimili. Það vantar ekki kokkabækurnar, frekar að þær séu notaðar.


xxx
Fyrsti dagurinn í dag í langan tíma sem ég borða ekkert nammi. Þvert á móti borðaði ég meira að segja heilan banana (meðal annars sko)! Svo keypti ég bara hollustustöff í búðinni í dag...nú á alveg að fara að standa sig...grænmeti, grænmeti og meira grænmeti...nammi nammi namm. Skrýtið að ég er einhvernvegin bara öðru megin í þessu mataræði, annað hvort er ég að sukka eins og mother fxxxxx eða robboslega heilsusöm. Samt oftar í sukkinu því miður.
xxx
Nú er ég búin að fara einn langan heilsubótartúr og þeir verða vonandi daglegir hér eftir, eða því sem næst. Það er nefninlega mjög gaman að labba um hér í borg, margt að skoða. Mér finnst aftur á móti ekkert gaman að labba með barnavagninn innan um annað fólk. Meira að segja Amagerbrogade er algert pein, enda nota ég hana ekki nema ég nauðsynlega þurfi. Það er alveg merkilegt hvernig fólk lætur við okkur vagnfólkið. Það er eins og maður sé algerlega ósýnilegur, það labba allir í veg fyrir mann. Það er alveg ótrúlegt. Mig langar oft bara að halda áfram og keyra á fólkið en samt stoppa ég alltaf og vík fyrir þessum helv...frekjuhundum. Fólk labbar ekki beint á mig þegar ég er bara ég, þá meina ég vagnlaus. Það er eins og vagninn geri mann bara alveg ósýnilegann. Ég var að bölsótast yfir þessu um daginn í Amagercenter með frumburðinn mér við hlið og hann sagði að svona væru fullorðnir alltaf við sig...léti eins og hann væri ósýnilegur og löbbuðu bara á hann...djöfulsins dónar. Svo er annað...fólk biðst aldrei afsökunar. Eða ég get reyndar ekki sagt aldrei því það ótrúlega gerðist í fyrradag að kona sagði undskyld þegar hún rakst í vagninn í röðinni í Fötex . En þetta var í fyrsta skiptið EVER sem ég er beðin afsökunar þegar einhver rekst í mig. Eins og fólk er sífellt að rekast í hvert annað í þröngu götunum hér í Köben. Það er ekkert sniðugt að fara að labba með vagninn innan um fólk ef maður er eitthvað tæpur í skapinu...það versnar um helming.
xxx
But anyway...ég er hress sem fress og ánægð með heilsuátakið, sérstaklega þegar ég veit að ég á eftir að sukka vel í sukklandinu góða í desember...he he he. Hva! Bara fimm vikur þangað til..júhhú. Það er meira að segja vonarglæta á íbúð..kemur í ljós í vikunni. Nú, svo getur maður alltaf brennt kaloríur á því að pirrast á labbidónum, mjög heilsusamlegt.
Túrúlú!

sunnudagur, nóvember 07, 2004

ojjjj...

Þið verðið að kíkja á klaufhalann úr kartöflupokanum...

Ég er nammifíkill from hell...allt Nóa Siríus og Freyju að kenna...og Coca cola. Sykurfíkill...verð að trappa mig niður áður en ég breytist í tannlaust blobb...arg og garg. Veit ekki hvort er verra að venja sig af sykri eða nikótíni.

föstudagur, nóvember 05, 2004

ZZZZZzzzzzz......

Endalaus þreyta hrjáir mig. Ég held að ég nenni ekki í mødregruppen í dag. Oj, léleg en ég er bara svo þreytt. Nú er mál að taka sig í gegn í mataræði og hreyfingu og næla sér í orku.

Já já, ekki bara tala, heldur GERA!

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Ljóð dagsins

Úti
er gráminn einn
en inní mér skín sólin.

Á rúðunum sitja
uppþornaðir regndropar gærdagsins.
Bíða þess að lifna á ný.

Hvernig er veðrið hjá þér?

Höf. óþekktur