fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Góðir gestir.

Æji hvað ég er leiðinleg þegar það er skítugt hjá mér. Það bara fer alveg svakalega í skapið á mér. Nú er ég aftur á móti svooooo ánægð því það er sko allt svakalega fínt hjá mér. Ég fékk líka gesti í dag og ég varð að hafa allt hreint. Það er svo gaman að hitta fólk sem er alltaf eins. Þetta var nebbla hún Brynja Ben sem ég hef því miður ekki hitt í mörg ár. Hún kom með 5 ára barnabarnið sitt sem ég hef ekki einu sinni séð! Skömm og fussum svei! Ég verð að bæta mig í að halda sambandi við fólk. Sérstaklega þá sem ég er hálfalin upp hjá (ekki að þeir séu margir). Auðvitað er það allt gestakomunni að kenna að ég varð að borða nokkrar æbleskiver og svo gaf Brynja mér Anton Berg konfekt sem ég varð auðvitað að smakka á og er enn að. Æji, álagið á manni! Ég get þó sagt stolt frá því að ég er búin að borða hafragraut í morgunmat í tvo daga í röð og bara búin að drekka tvær dósir af kóki á sama tíma.

Semsé, speki dagsins: Batnandi manni er best að lifa.