Öfug sálfræði.
Ég hef tekið ákvörðun, ákvörðun sem er búin að létta mér lífið alveg ótrúlega mikið. Sko málið er að ég er búin að vera á voðalegum bömmer útaf aukakílóunum sem mér hefur tekist að safna utan á mig undanfarna mánuði. Ég er þvílíkt alltaf á leiðinni í megrun, eða kannski ekki beint megrun, því það má maður víst ekki þegar maður er með barn á brjósti, heldur svona frekar að borða skynsamlega og fara að hreyfa mig meira. Semsagt heilsuátak eins og ég var búin að lýsa yfir hér einhverstaðar á þessari síðu. Mér finnst bara að því meira sem ég hugsa um það, því minna geri ég í því. Það er frekar eins og ég borði enn óskynsamlegar og hreyfi mig enn minna. Það sem er bannað langar manni svo mikið í...skrítið. Þannig að...ég er búin að ákveða að ákveða ekki neitt í þessum efnum, í bili að minnsta kosti. Það er bara andlega íþyngjandi að rembast við að gera eitthvað sem gengur ekki. Ég er líka að fara til Íslands eftir tvær og hálfa viku og ætla að vera þar í 18 daga ef ég man rétt og ég ætla sko að njóta þess að borða íslenskt nammi og mat og drykk. Ég nenni ekki að hafa samviskubit yfir því. Ég hef ekki komið heim í eitt og hálft ár og ég er komin með íslensku matar-nammi-drykkjarleysisfráhvörf. Mér skilst líka að allir á Íslandi séu orðnir svo feitir, þannig að ég verð bara eins og anorexíusjúklingur miðað við hina. Nei í alvöru talað, þó að ég sé eins og tröllskessa í laginu, þá er eitt alveg víst og það er að ég á eftir að breytast í þokkagyðju fyrir næsta sumar, pottþétt! Það er nógur tími til stefnu og honum verður varið í skynsemi en bara frá og með um það bil janúar. Best að vera ekki með of miklar yfirlýsingar en ég bara finn það á mér að þetta á ég eftir að standa við. Ég meina hver nennir að burðast með þessa ógeðslegu klatta forever? Ég læt mér þá bara nægja einhvern kartöflusekk sem jólakjólinn í ár en verð svo bara komin í servíettu um næstu jól í staðinn. Ógisslega mikil gella!
föstudagur, nóvember 26, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|