þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Heilsuátak og labbidónar.

Mikið asskoti er maður nú orðinn danskur eitthvað. Enda ekki seinna vænna, búin að búa hér í rúm tvö ár. Við létum nefninlega loksins verða að því að setja saman matseðil vikunnar. Það verður sko verslað í Netto hér eftir, nema þegar það sem mann vantar fæst ekki í Netto og hana nú! Djöfull eru margir hundraðkallarnir farnir í dýru búðirnar að óþörfu. Matseðillinn er samt alveg ótrúlega döll eitthvað. Það er nú orðið brýnt að fara nú að reyna að fríska upp á það sem er í boði á þessu heimili. Það vantar ekki kokkabækurnar, frekar að þær séu notaðar.


xxx
Fyrsti dagurinn í dag í langan tíma sem ég borða ekkert nammi. Þvert á móti borðaði ég meira að segja heilan banana (meðal annars sko)! Svo keypti ég bara hollustustöff í búðinni í dag...nú á alveg að fara að standa sig...grænmeti, grænmeti og meira grænmeti...nammi nammi namm. Skrýtið að ég er einhvernvegin bara öðru megin í þessu mataræði, annað hvort er ég að sukka eins og mother fxxxxx eða robboslega heilsusöm. Samt oftar í sukkinu því miður.
xxx
Nú er ég búin að fara einn langan heilsubótartúr og þeir verða vonandi daglegir hér eftir, eða því sem næst. Það er nefninlega mjög gaman að labba um hér í borg, margt að skoða. Mér finnst aftur á móti ekkert gaman að labba með barnavagninn innan um annað fólk. Meira að segja Amagerbrogade er algert pein, enda nota ég hana ekki nema ég nauðsynlega þurfi. Það er alveg merkilegt hvernig fólk lætur við okkur vagnfólkið. Það er eins og maður sé algerlega ósýnilegur, það labba allir í veg fyrir mann. Það er alveg ótrúlegt. Mig langar oft bara að halda áfram og keyra á fólkið en samt stoppa ég alltaf og vík fyrir þessum helv...frekjuhundum. Fólk labbar ekki beint á mig þegar ég er bara ég, þá meina ég vagnlaus. Það er eins og vagninn geri mann bara alveg ósýnilegann. Ég var að bölsótast yfir þessu um daginn í Amagercenter með frumburðinn mér við hlið og hann sagði að svona væru fullorðnir alltaf við sig...léti eins og hann væri ósýnilegur og löbbuðu bara á hann...djöfulsins dónar. Svo er annað...fólk biðst aldrei afsökunar. Eða ég get reyndar ekki sagt aldrei því það ótrúlega gerðist í fyrradag að kona sagði undskyld þegar hún rakst í vagninn í röðinni í Fötex . En þetta var í fyrsta skiptið EVER sem ég er beðin afsökunar þegar einhver rekst í mig. Eins og fólk er sífellt að rekast í hvert annað í þröngu götunum hér í Köben. Það er ekkert sniðugt að fara að labba með vagninn innan um fólk ef maður er eitthvað tæpur í skapinu...það versnar um helming.
xxx
But anyway...ég er hress sem fress og ánægð með heilsuátakið, sérstaklega þegar ég veit að ég á eftir að sukka vel í sukklandinu góða í desember...he he he. Hva! Bara fimm vikur þangað til..júhhú. Það er meira að segja vonarglæta á íbúð..kemur í ljós í vikunni. Nú, svo getur maður alltaf brennt kaloríur á því að pirrast á labbidónum, mjög heilsusamlegt.
Túrúlú!