Frænkuheimsókn.
Við HM sváfum til hádegis í dag, enda sofnaði ég ekki fyrr en klukkan fjögur í nótt. Ég var eitthvað að glápa á mynd og gefa. Svona er sólarhringurinn nú út og suður þessa dagana. Svo fengum við góða heimsókn frá Söru frænku sem kom með tvær vinkonur sínar með sér. Ekki nóg með það, heldur lakkrísdraum(a), Nóa og Siríus súkkulaði með hnetum og rúsínum, poka af Freyjukarmellum, lakkrísreimar, hvítvínsflösku, nýjasta Séð og Heyrt og æðislegan jólagalla og jólahúfu handa HM. Þær stoppuðu hér í svona tvo tíma og drukku kaffi og dáðust að HM sem brosti eins og hann ætti lífið að leysa. Þegar þær voru farnar átti ég svo smá quality time með sjálfri mér, kom mér vel fyrir í sófanum með lakkrísdraum og kók og las Séð og Heyrt upp til agna....ahhh, yndislegt. Nú ætla ég að elda kjúlla með hrísgrjónum og sveppasósu og njóta kvöldsins í friði og ró. Eftir matinn kveiki ég svo á kerti handa bróður mínum sem hefði orðið 23 ára í dag.
sunnudagur, nóvember 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|