föstudagur, nóvember 12, 2004

H&M og Magasin du Nord.

Rólegheita dagur í dag. Er búin að vera hálf slöpp eitthvað og H&M smá órólegur. Hann er nú samt alger engill, grætur ofursjaldan. Það er meira eins og hann sé að kalla á mann en að gráta. Svo sefur hann alltaf voða mikið sem er auðvitað gott fyrir síþreytta mömmuna. Vonandi verð ég hressari á morgun svo ég komist aðeins út.

Jæja, Íslendingar bara búnir að kaupa Magasin du Nord. Það verður spennandi að sjá hvað þeir ætla að gera til að búllan fari að skila hagnaði. Kannski selja SS-pylsur og hrútspunga og brennivín? Hvernig er það, er íslenska lopapeysan alveg out núna? Ég gæti kannski skrifað verkefni fyrir þá í skólanum og kannað málið...hmmm. Ég get allavega minnt Jón Ásgeir á að hann Smári minn bónaði bílinn hans þegar hann vann á bónstöðinni sko. Ég er viss um að framtíð okkar er tryggð fyrir vikið. Annars er þokkalega merkilegt að Magasin du Nord er ekki lengur í eigu Dana, svona obbosla virðulegt fyrirtæki með langa sögu í dönsku þjóðarsálinni. Ég spái því að þetta sé aðeins byrjunin. Við eigum eftir að leggja undir okkur DK og kúga þá til baka...múhahahaha! Ég meina, það er Íslendingur sem á Dominos keðjuna hér og Kentucky líka. Hvað kemur næst?