Komin heim!
Gleðilegt ár allir og gleðileg jól svona eftir á. Ég náði ekki að senda jólakortin í ár, komst ekki lengra en að skrifa utan á umslögin svo að ég nota þau bara aftur á næsta ári. En semsagt allir sem ég þekki fá jóla- og nýárskveðju svona rafræna og hugræna.
Mikið er ólýsanlega gott að vera komin aftur heim í Kaupinhávn. Heim í MÍNA STURTU, MITT RÚM , MINN SÓFA og allt bara. Það er nú það besta við ferðalög, að koma aftur heim. Mér fannst nú bara svona la la að vera á Íslandi í þetta sinn en förum ekki nánar út í það. Ég er held ég ekkert að flýta mér þangað aftur.
Jamm svo bara hversdagurinn tekinn við. Kallinn og frumburðurinn í skólanum og við HM heima að taka upp úr töskunum og hafa það huggulegt. Það verður nóg að gera næstu mánuðina við prófalestur og hollustuát...ekki veitir af því ég held bara svei mér þá að ég sé búin að setja persónulegt met í líkamsfitumagni...bjakk. Sumarið kemur áður en maður veit af svo það er best að byrja strax í dag ætli maður að vera boðlegur á bikiní.
Kveðja, Regína bolla.
þriðjudagur, janúar 04, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|