Afsakið hlé!
Já, bara ekkert að segja undanfarið.
Hér gengur lífið sinn vanagang og allt í lagi með það. Ég stóð við gefið loforð fyrir viku síðan. Þetta virðist vera spennandi og gott mál. H&M stóð sig eins og hetja hjá pabba sínum í 3 tíma á meðan mamman steig á vigtina í fituklúbbnum og "lét sig inspirerast" af fyrrverandi fitubollu. Þetta virkar ef maður bara fer eftir þessu, hún missti 36 kíló og sýndi okkur nokkrar "fyrir" myndir. Gaman að því. Ég ætla að taka svona "fyrir" mynd líka og svo "eftir" mynd.
Jebbs, ég er bjartsýn og ákveðin og þá eru mér engin takmörk sett. Víííí...
Ta ta í bili.
mánudagur, janúar 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|